Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 93
ÞÁTTASKIL í SÖGU . . .
91
kring í heilsugæzluáætlun samfé-
lagsins.
í stuttu máli sagt álíta sérfræS-
ingar ástralska læknafélagsins, að
heilsugæzla muni verða samhjálp-
arfyrirtæki samfélagsins, allfrá-
brugðið núverandi skipulagi, þar
sem allt er komið undir tilfallandi
sambandi milli hinna einstöku
lækna og einstöku sjúklinga. Þessi
rannsókn hefur vakið athygli um
allan heim meðal lækna og ann-
arra áhugamanna um heilsugæzlu,
og fjöldi lækna og vísindamanna
frá Evrópu, Bandaríkjunum og Jap
an hafa heimsótt þessa litlu borg,
til þess að kynnast tilrauninni af
eigin raun. Eða eins og einn lækn-
irinn í Busselton sagði: „Rannsókn
okkar hefur sýnt, að það er mögu-
legt að beizla þann óhemju vara-
sjóð fórnfýsi, sem til er í öllum
samfélögum, í áætlun, sem gefur
fyrirheit um ávinning fyrir alla.“
☆
Tuttugu ára brúðkaupsafmæli er ofurlítið erfitt viðfangs. Þá er
of snemmt að grobba og of seint að kvarta.
General Features Corp.
Eina lækning við hégómaskap
er hlægilegur er hégómaskapur.
er hlátur. Og eini lösturinn, sem
Henri Bergson.
U ppeldisaðf erð.
Lorraine Collins, höfundur bókarinnar, „Hæfir ruslakista mér,
fallegri stúlku?“, bendir á skothelda aðferð til þess að fá börn til
að taka til í herbergjum sínum.
„Verið aldrei með neikvæðar aðfinnslur, nagg og nöldur,“ segir
hún í viðvörunartóni. „Hvetjio börnin á jákvæðan hátt, og biðjið
um tillögur þeirra viðvíkjandi herberginu, hrósið þeim svo fyrir
útsjónarsemi og góðan smekk. Ágætt að segja eitthvað á þessa
leið: Nú hefurðu fundið fallegan lit á loftið.“
Phyllis Batteele.
Þvi eldri sem ég verð, því betur hlusta ég á þá, sem segja ekki
margt.
Germain G. Glidden.