Úrval - 01.09.1974, Page 76
74
URVAL
Ég opnaði bíldyrnar og hún sneri
Jonnu varlega við í sætinu.
Því næst drógu þær, báðar snögg
klæddar úti í bítandi kuldanum,
varlega buxurnar af Jonnu og ein-
hvers staðar innan úr þykkum
vetrarfrakkanum dró hún litla, ljós
rauða veru. Hún hélt barninu uppi
á fótunum með annarri hendi, en
reyndi að opna fæðingarpakkann
með tönnunum og hinni hendinni,
þar til ég tók hann af henni og
bauðst til að opna hann. Þá flýtti
hún sér að hreinsa slím úr munni
og nefi litlu verunnar og vefja
hana inn i dauðhreinsað handklæði.
„Þetta er lítil falleg stúlka,“ sagði
hún. Og í sama bili lét dóttir mín
frá sér heyra.
Jonna lá stöðugt kyrr í sætinu.
„Það er stúlka,“ sagði ég við hana.
„Stúlka!“ endurtók hún. „Það var
garnan."
Þegar hér var komið sögu var
ungur aðstoðarlæknir kominn. Það
var ekki búið að skilja á milli, svo
barnið var ennþá ekki laust.
„Líður henni ekki vel?“ spurði
ég. „Hún hefur vonandi ekki skað-
azt af kuldanum?"
,,Hún er aldeilis stálslegin,“ svar-
aði hiúkrunarkonan brosandi.
..Kalda loftið er miklu betra en
þessi veniulegi skellur á bossann."
Læknirinn var að rannsaka
Jonnu. Allir virtust rólegir og af-
slappaðir og umhyggjufullir. Ég
hafði alltaf ímyndað mér. að þegar
svona stæði á, væri allt á kafi í
spenningi, handapati og látum. En
það var öðru nær.
Þegar þessu var lokið, fór hjúkr-
unarkonan með barnið inn í sjúkra
húsið, en ég hjálpaði lækninum að
koma Jonnu, sem var mjög ham-
ingjusöm á svipinn, en mjög þreytu
leg, á börur — og þá fyrst kom-
umst við í húsaskjól.
Stundarkorni síðar kom hjúkr-
unarkonan með körfuvöggu að
rúmi Jonnu. Móðir og dóttir áttu
að vera fyrstu dagana saman, sagði
hún. Dóttir okkar, sem kom í heim-
inn í gömlum bílskrjóð, var ekki
álitin nægilega hrein til þess að
liggja með öðrum börnum, sem
höfðu fæðzt eftir venjulegum
sjúkrahúsreglum. Jonna hafði held-
ur aldeilis ekkert við það að at-
huga, né heldur Nína litla, því fá-
einum dögum seinna lýsti læknir-
inn því yfir, að nú væru bæði móð-
ir og dóttir svo hraustar, að þær
mættu fara heim.
Þann sama eftirmiðdag skriðum
við, þrjár óvenjuheppnar mann-
eskjur, inn í sama bílinn og hafði
flutt okkur til sjúkrahússins, og
ókum löturhægt heim.
Ég sá fióra lögreglubíla á leið-
inni. COg ég trúi ekki öðru en að
ég fái' bónus frá fæðingarheimil-
inu!).
☆