Úrval - 01.09.1974, Page 79
fleiri tonn! Þú verður að láta mig
hafa megrunarkúrinn þinn!“
„Geitarostur, geitarostur og karl
mannslund,“ svaraði ég kæruleysis-
lega.
Til að byrja með fékk ég sömu
martröðina aftur og aftur. Mig
dreymdi að ég var að dansa tvist
við unga og fagra stúlku, þegar ég
allt í einu missti buxurnar og stóð
þarna á miðju gólfi á lífstykkinu
einu saman.
Um tíma þorði ég ekki einu sinni
að lúta til að binda skóreimarnar
mínar nema í algjöru einrúmi. En
lífstykki er mjög tryggilega saman
sett svo það er eiginlega jafn ör-
uggt og bankahólf. Nú er ég með
það bæði þegar ég spila kúluspil
og dansa tvist og mér finnst það
jafn nauðsynlegt eins og skór og
sokkar.
Menn hafa yfirleitt ekki hug-
mynd um hve margir af þeim, sem
maður umgengst dags daglega, eru
með lífstykki. Könnun leiddi í ljós
að 10% af þekktustu leikurum nú-
tímans, sem komnir eru yfir fer-
tugt, ganga í þannig brynju. Ungir
aðdáendur ákveðinnar, veðurbitinn
ar kúrekahetju myndu áreiðanlega
krossa sig og snúa sér undan, ef
þeir sæju þegar verið er að reyra
á hann lífstykkið, áður en mynda-
vélarnar eru settar í gang. Frægur
hershöfðingi bandamanna gekk með
lífstykki alla heimsstyrjöldina síð-
ari. Meðan stóð á fyrri heimsstyrj-
öldinni, skipaði keisaralegi þýzki
herinn öllum liðsforingjum, sem
höfðu of mikla ístru, að ganga í líf-
stykki. Tító marskálkur og Frankó
hershöfðingi hafa viðurkennt undan
bragðalaust, að þeir gangi í þannig
búningi.
Þetta með að reyra magann inn
er alls engin ný bóla. Karlmenn
notuðu lífstykki í nokkrar aldir á
undan konunum. Aðeins fáir hinna
hraustu riddara sagnanna hefðu