Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 101
KONA Á HJARA VERALDAR
99
Svalbarða. Og sem húsmóðir þurfti
ég ekki að taka þátt í hættulegum
veiðiferðum. Ég mátti sitja við ofn
ylinn inni í kofanum, stoppa í
sokka, mála, lesa, sofa og gera hvað
sem mér sýndist. Innan úr ylnum
og örygginu gat ég horft á slæðu-
dans norðurljósanna á himninum.
Svo ég ákvað að fara.
r
Á HLÝJUM JÚLÍDEGI skrýddist
ég skíðafötum og þykkum, negid-
um stígvélum, kvaddi venslafólk
mitt og steig um borð í skemmti-
ferðaskip, sem var á leið norður
með Noregsströnd og til Svalbarða.
Eftir því, sem lengra dró norður á
bóginn, fram hjá undrafögrum
fjörðunum, tók ég eftir því, hve
náttúran varð sífellt eyðilegri og
litirnir ljósari og mildari. Berir,
sprungnir klettar risu úr sæ og
mér fannst, að svona hlyti jörðin
að hafa litið út á síðustu dögum
syndaflóðsins.
Litla flaggið á kortinu, sem sýndi
för og stefnu skipsins, fikraðist út
á siglingaleiðina milli Noregs og
Bjarnareyjar. Loftð var stöðugt
kaldara. Svo fórum við fyrir suður-
enda Svalbarða, þessa mikla, ein-
angraða eyjaklasa, umluktan íshaf
inu og Barentshafinu. Undir síðum
þokubakka í austri greindi ég
keðju blárra fjalla með hvítu jökla
ívafi.
„Þarna er Longyear Town, kola-
námurnar," sagði einn farþeganna.
„Það er síðasta vígi menningarinn-
ar.“
En skipið hélt áfram norður í
þétta, gráa þokuna.
Seint og um síðir vörpuðum við
akkerum út af kolanámunni á
Kóngsfirði, þar sem ég átti að hitta
manninn minn. Þegar bátnum var
róið með mig gegnum þokuna inn
til strandarinnar, kom ég auga á
hann, háan og fjarska grannan.
Andlit hans var dimmbrúnt og
veðrað af sól og vindi. Hann var í
bættri stormúlpu og stígvélin hans
vofu upplituð af sjávarseltu. En
það, sem hafði mest áhrif á mig,
var þessi ólýsanlega rósemi og jafn
vægi, sem geislaði af honum. Ósköp
var hann breyttur!
Hermann ljómaði líka af gleði
yfir endurfundunum, en sagði mér
fyrst orða, að heppnin væri með