Úrval - 01.09.1974, Page 95
93
ÞAÐ, SEM ÉG FÆ í PÓSTINUM
„Mér finnst mikilvægara að útbúa
matinn handa litla barninu, hita
kaffi, sjá um morgunmat handa
stærri börnunum, útbúa skólanest-
ið þeirra, sjá um að þau hafi hreina
vasaklúta, skólabækurnar, strætis-
vagnafargjaldið og að réttur skór
sé á réttum fæti.“
Kona í Toledo átti síðasta orðið
í þessum umræðum með eftirfar-
andi: „Maðurinn minn er póstur.
Ég þori að veðja, að það er hann,
sem hefur skrifað þetta bréf. Hann
hefur aldeilis úr háum söðli að
detta! Þið ættuð að sjá hann, þegar
hann á frí!“
Síðan þetta var, hef ég komizt
að því, að lesendur mínir eru penna
glaðasti, illgjarnasti og elskuleg-
asti þverskurður mannkynsins í öll
um heiminum —• og aldrei ánægð
ari, en þegar þeir geta rekið eitt-
hvað ofan í mig.
Ógleymanleg reynsla var barátt-
an um rúmfötin. Kona, sem kall-
aði sig „Tvær sængur“, skrifaði, að
eftir að eiginmaður hennar hefði
haldið langa ræðu um ákjósanlega
eiginleika nýs sængurfataefnis,
hefði hann bætt við þessari hættu-
legu setningu: „Hvers vegna hef-
urðu ekki svona alltaf? Svona eru
sængurfötin hjá mömmu!“ Konan
tilkynnti honum, að móðir hans
hefði áreiðanlega straujað sængur-
fötin, en hún ætlaði sér aldeilis
ekki að gera það. Þessu fylgdi há-
vaða rifrildi. Það endaði með því,
að hún skrifaði mér til að spyrja,
hvort mér fyndist að eiginkona
ætti að strauja rúmfötin.
Ég svaraði: ,,Já, ef það er svona
eftirsóknarvert í augum eigin-
manns þíns að sofa við straujuð
sængurföt, er vel þess virði að eyða
hálftíma á viku til þess að gera
hann hamingjusaman.“
Fyrir þessa ráðleggingu var ég
stimpluð svikari við kyn mitt og
liðhlaupi.
Kona í Utica, N. Y., endaði reiði-
þrungið bréf sitt með eftirfarandi:
„Það er auðvelt fyrir þig að sitja
þarna í skrautíbúðinni þinni þarna
í Chicago, Ann Landers, og finna
upp aðferðir fyrir okkur venjuleg-
ar húsmæður til að drepa okkui'
með ennþá meiri vinnu. Ég þori að
veðja, að þú hefur aldrei straujað
lak eða sængurver á allri þinni
ævi.“
Ég sagði þessum Utica-lesanda,
að ég hefði straujað þó nokkuð
mörg lök og sængurver um dag-
ana. „Staðreyndin er,“ sagði ég í
svarinu, „að ef öll lök og sængur-
ver, sem ég hef straujað, væru sett
enda við enda, myndu þau sjálf-
sagt ná frá Chicago til Utica.“
Þetta svar þaggaði niður í kon-
unni, en vakti karlmennina af vær-
um blundi. Það var svo að sjá, sem
allir karlmenn, sem skreiðzt hefðu
gegnum gagnfræðaskóla, settust nú
við að reikna út fjarlægðina milli
Utica og Chicago, meðallengd á laki
og sængurveri og hvaða tíma það
tæki að strauja slíka hluti. Prófess-
or einn í háskólanum í Pittsburgh
tilkynnti mér, að ég hefði þurft að
strauja 55 lök eða sængurver á
hverjum degi síðastliðin 60 ár, til
þess að þekja þessa vegalengd.
Frammi fyrir slíkum útreikningum
varð ég að viðurkenna, að ég hefði
tekið full mikið upp í mig.