Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 22

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL hafði verið njósnari bandamanna í Búdapest, bæði meðan borgin var hersetin af Þjóðverjum og síðar, þegar kommúnistar tóku völdin. En nýlega höfðu flestir starfsbræð- ur mínir lent í höndum sovézkra leynilögreglumanna. Ég gat ekki lengur orðið landi mínu að neinu gagni og varð að hverfa af yfir- borði jarðar. Ef ég breytti nafni mínu úr Fer- enc Laszlo í Oscar Zinner, þyrfti ég ekki falskt vegabréf. Rússarnir höfðu stolið öllum skilríkjum frá svo gott sem öllum heimilum í Búdapest. En nú lagði vinur minn nokkrar vélritaðar síður fyrir fram an mig — persónulegar upplýsing- ar um Oscar Zinner. „Nú ertu málarinn Oscar Zinn- er,“ sagði hann. „Setztu við og lærðu þetta utan að. Þú verður að breyta þér að fullu og öllu í Zinn- er — gera eins og hann, hugsa eins og hann . . .“ Hann sló með einum fingri á blöðin. „Landamæraverðir kommún ista hafa eintök af þessum upplýs- ingum. Ég þarf ekki að segja þér, hve nákvæmlega þeir rannsaka hvert smáatriði. Fararstjórinn þinn tilvonandi hefur líka eintak. Hann þekkir Zinner ekki.“ Hann sagði, að þegar nafnið yrði kallað upp á brautarstöðinni, yrðirðu að bíða áður en þú svaraðir. „Bíða?“ spuri ég. „Það er möguleiki, að Zinner skjóti upp kollinum á elleftu stund,“ svaraði hann. „Ef þið svar- ið tveir, verður það afar óþægilegt fyrir þann, sem ekki er Zinner. Næstu daga lærði ég ævisögu Os- cars Zinners, þar til ég vissi næst- um eins mikið um hann og sjálfan mig. Ég gat lýst nákvæmlega hús- inu í austurrísku borginni Graz. þar sem hann var fæddur. Ég vissi hvar hann hafði farið í skóla, hvað honum geðjaðist og hvað honum var illa við, ég þekkti alla hans vana og siði. Ég vissi meira að segja hvernig hann málaði. Ég gat romsað upp úr mér hvað listgagn- rýnendurnir höfðu sagt og skrifað um myndirnar hans, hvaða verð hann hafði fengið fyrir þær, hverj- ir hefðu keypt þær og hvenær. Að lokum var ég tilbúinn. Ég reif þessa hættulegu pappíra í smá búta og seint kvöldið áður en ég lagði af stað, eigraði ég út á Frans- Jóseps brúna og lét sneplana flögra niður í Dóná. Það brakaði í hátalaranum á járnbrautarstöðinni og ég kipptist við. Hás rödd byrjaði að kalla upp nöfn í stafrófsröð. Maginn í mér herptist saman. Hvers vegna í ósköpunum þurfti nafn mitt að byrja á staf, sem var aftastur í stafrófinu? Ég keyrði hendurnar á kaf ofan í buxnavas- ana til þess að ekki sæist hvað þær skulfu. Loks hljómaði hátt og urgandi í hátalaranum: „Zinner — Oscar Zinner!" Mig langaði mest til að hrópa svar mitt, en ég vissi, að ég átti að bíða. Hjartað barðist í brjósti mínu og ég hafði þyt fyrir eyrunum. Ég bað þess heitt og innilega að eng- inn svaraði. „Zinner," hrópaði röddin aftur, og nú full óþolinmæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.