Úrval - 01.09.1974, Page 47

Úrval - 01.09.1974, Page 47
DJÖFULLINN . . . 45 ur englum sínum að sjá um, að ekki steytir þú fót þínum við steini. Aftur er svarið neitandi. Og svo síðast á fjallstindi, horfandi yfir öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Og þá leggur Satan fram síðasta loforð sitt: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tiibiður mig. En Kristur svarar: Vík burt, Satan. Þótt Biblían dragi hvergi upp mynd af Satan, hafa listamenn, minnugir embættis hans í hópi engla Guðs, sýnt hann sem hraust- byggðan karlmann, glæsimenni að útliti. En persónugervingi hins illa þótti ekki slík hugmynd sér samboðin, svo að ekki leið á löngu, áður en leitað var til alls konar mynda úr heiðni og fornum átrúnaði, þar sem verur líktust bæði mönnum og dýr- um í senn. Hann var því gerður hálfur maður og hálfur geithafur. Sú mynd, sem okkur verður efst í huga um útlit Satans, stafar frá þeirri listsköpun — ruddaleg vera með horn, klaufir og hala í geits- töku loðinni. Þannig útbúinn í högg myndalist kirkjunnar, kraftaverka- leiksýningum, eldhótandi prédikun- um farandprédikara, hefur mynd Djöfulsins mótazt í meðvitund flestra nær ósjálfrátt. Þúsundir manna þykjast hafa séð hann þannig holdi klæddan. Aðrir eru sagðir hafa gert við hann samn inga. Og mörg var sú nornin, sem brennd var eftir dóm rannsóknar- réttarins, talin hafa haft samfarir við hann. En sé hann leitandi að bráð, líkist hann jafnvel hinu mesta prúðmenni. Klæddur eftir nýjustu tízku, með auðmýkt í svip og fasi til að setja fólk út af laginu, gæti hann gert tilboð á þessa leið: „Seldu mér sál þína, og ég mun gera þig ríkan og hamingjusaman. Rispaðu þig í fingur og skrifa nafn þitt blóði, og — hamingjan er þín á einu andartaki." Þannig er þessu fyrir komið í mörgum fornum frásögnum og þjóð sögum, sem síðan eru notaðar í klassískar bókmenntir eins og Fást eftir Goethe og Djöfullinn og Dani- el Webster eftir Vincent Benet. En því miður fyrir fjandann eru samningarnir venjulega brotnir fyr ir Guðs náð, og hin veðsetta sál strunzar beinustu leið inn í himna- ríki. Þótt Biblían virðist næstum feimnislega fámál um helvíti, þá gefur ítalska skáldið Dante hina virðulegustu lýsingu á þessum hefð arstað Djöfulsins. Sýnilega líkist það geysivíðri trekt, með níu sam- hliða hringjum, sem þrengist í botninn, skáldið ryður sér braut um fjölda af þjáðum og þrautpínd- um sálum, þar til hann nálgast Sat- an sjálfan á botninum. Þjakandi þögn ríkir. Þar er eng- inn eldur eins og á efri sviðum í trektinni. Djöfullinn stendur á gadd freðnum svampi í mittisdjúpu ís- vatni. Lubbalegur skrokkur hans er af ýmsum stærðum. Handleggirnir eru stærri en tveir risar. Þrjú and- lit, — sem hæða heilaga þrenningu, skreyta hræðilegan haus hans. Sex pör vængja, líkust ægilegum segl- um, slást í ískalt loftið og fram- leiða enn hræðilegri storma. En þetta skrímsli, ægilegt í prísund
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.