Úrval - 01.09.1974, Page 46
44
ÚRVAL
staflega eða sem táknmál skiptir
minnstu. Hið illa, sem hann er fuil-
trúi fyrir. er nægilega raunveru-
legt. Það er alls staðar umhverfis
okkur og sumt án alls efa í okkur
sjálfum. í vissum hringjum hamast
erkifjandinn æðisgenginn. Hann er
tilbeðinn í svörtum messum og á
„Helgistundum galdranornanna",
með háalvarlegum serimoníum.
Hann er hinn stolti Satan meðal
æðstu engla, sem sjá hann í ljóma
vísdóms og fegurðar himnadýrðar
Drottins.
Og þar eð eitt sinn þótti óskýran
legt, að almáttugur Guð hefði skap
að nokkuð að eðlisfari illt, var því
lýst yfir á kh’kjuþingi 1215, að Sat-
an og allir hans djöflar hefðu ver-
ið skapaðir af Guði og gjörðir að
eðli sínu góðir — en orðið illir af
sjálfum sér.
Synd Djöfulsins átti rætur í öf-
und til mannsins, sem Guð hafði
gjört í sinni eigin mynd og gefið
vald yfir allri veröldinni. Aðrir
töldu upphafsglæp hans hroka —
hann vildi vera Guði jafn. Hann
náði svo nokkrum englum á sitt
vald og hóf uppreisn í heiminum.
En konunglegir engiar yfirbuguðu
hann og steyptu honum í myrkrið
fyrir utan. ,,Og það var styrjöld á
himni,“ segir Opinberunarbókin.
Og gamla höggorminum, sem nefn-
ist djöfull, varpað á jörðina.
Tilgangur og takmark Djöfulsins
er svo alla tíð að sundra hinni elsk-
uðu mannveru og skapara hennar.
Hann fer því um víða veröld til að
eyðileggja, trufla, blekkja og
sundra.
í Jobsbók heldur Drottinn hirð-
ráðstefnu umkringdur englum sín-
um. Þar á meðal ,.sona Guðs“ er
Satan, sem vill enn njóta áhrifa-
valds síns sem fyrrverandi engill.
Satan leikur svo ljótan leik við,
samkvæmt samningi við Guð um
að gera hann fráhverfan Drottni,
þrátt fyrir heiðarleika hans og
guðsótta. Guð álítur slíkt ekki
muni takast, en Satan krefst þess,
að honum verði varpað í hið mesta
böl.
„Réttu út hönd þína“ gerir Djöf-
ullinn að uppástungu sinni við
Drottin. „Snertu allt, sem hans er,
og hann mun formæla þér.“ Guð
féllst á þetta, og Job, að því er sag-
an segir, varð tákn alls mannkyns,
hangandi á bláþræði milli góðs og
ills.
Samt glataði hann ekki trú sinni
og reis úr rústum ógæfunnar, eign-
aðist að nýju auðlegð og sonu ásamt
langlífi. Djöflinum hafði verið lesin
lexían. En lét hann nú segjast? Nei,
svo sannarlega ekki. Enn gengur
hann til einvígis við frægustu per-
sónu Heilagrar ritningar. Hann vel-
ur rétta augnablikið. Kristur er að
hefja starf sitt, og nú er tækifærið
til að eyðileggja þennan frelsisboð-
skap. Satan finnur Jesúm í eyði-
mörkinni og leggur fyrir hann þrjár
freistingar, þar sem hann geti not-
að sinn guðlega mátt í eigin þágu
til auðs, frægðar og valda, en um
leið eyðilagt sitt eigið hlutverk í
heiminum. „Sértu sonur Guðs, þá
bjóð, að steinar þessir verði að
brauði," segir hann við Jesúm eftir
40 daga hungur. Svo koma þeir
næst á þakbrún musterisins.
Varpa þér hér niður. Hann býð-