Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 16
14
ÚRVAL
allra aðstæðum. Með notkun hug-
mynda stöðugt á þennan hátt —
og á það skal leggja ríka áherzlu
— í langan tíma, nást nýjar át-
venjur. Og árangurinn verður stöð
ugur, minnkandi líkamsþungi.
Fyrsta örugga skrefið til skipu-
lagningar breytts matarhæfis er að
sannfærast um að ná valdi á ímynd
un sinni — eða hafa hugsunina á
valdi sínu. Til þess þarf að læra
þrjú meginatriði.
Vekja upp óþægilega hugsun.
Stöðva þá hugsun að bægja henni
brott.
Særa fram skemmtilega ímynd-
un.
Bezt er að æfa þessi atriði ein-
hvers staðar liggjandi í ró og næði.
Getir þú ekki ímyndað þér neitt
sérstaklega ógnvekjandi, er gott að
reyna eftirfarandi:
ímyndun, sem vekur óbeit og
hrylling, t. d. rjómaís með iðandi
möðkum.
Einhvern sem þú þekkir, sem er
svo ógeðslegur, að hann vekur þér
viðbjóð.
Láttu hann svo hverfa en hugs-
aðu þér andlit sjálfs þín í hans
stað. Að fitufellingarnar á kviðn-
um á þér komi ein af annarri eins
og mjúkar silkirúllur og hverfi svo
aftur.
Árangur svona neikvæðra hugs-
ana mun yfirleitt verða nægilegt
tii að valda hrolli og hrekja matar-
lystina brott og trufla matarhæfi
og matarlöngun. Þeim mun ógeðs-
legri sem ímyndunin er, þeim mun
áhrifameiri verður hún.
Margir hjartasjúklingar eru ekki
í neinum vanda með að skapa sér
grenningarvenjur einfaldlega með
því að hugsa sér sitt eigið útlit á
sjúkrahúsinu eða þá að minnast ein
hvers, sem þeir hafa litið þar lát-
inn.
En samt nær þessi refsimynd
ekki tilgangi sínum, nema launa-
hugmyndin nái tökum sem allra
fyrst á eftir.
Hér eru nokkrar bendingar um
slíkar jákvæðar ímyndanir.
Að þú gangir hönd í hönd, grann
ur og spengilegur, með þinni heitt-
elskuðu.
Standir tággrannur fyrir framan
baðspegilinn.
Leikir við börn þín á grænni
grund, liðugur og mjúkur í hreyf-
ingum.
En hvaða hugmynd, sem notuð
er, veitir ánægju og eignast gildi
sem dagdraumur.
Strax þegar maður hefur náð
valdi á ímyndunarafli sínu, er hægt
að hefja framkvæmdir með þessari
refsi- og launaaðferð.
Það gerir lítinn mun, að hverju
helzt er snúið í matarhæfi, hvort
það nefnast hitaeiningar, takmörk-
un sérstakra fæðutegunda eða lif-
að er eftir uppskrift á matseðli.
Lykillinn verður aðeins að vera
ákveðinn og sjálfum sér samkvæm-
ur.
Séu það hitaeiningar, þá verður
að telja þær daglega og neyta mis-
munandi næringarnægrar fæðu. Að
eins að ljúka hverjum degi þannig
að hafa þó etið minna en þarf til
að viðhalda sömu fitu og var á lík-
amanum.
Því miður taka þetta margir of
geyst. Hitaeiningateljendur falla