Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
hengiflug styrjaldar milli tveggja
helztu stórvelda heims, Rússlands
og Bandaríkjanna. Hann var einnig
helzti skipuleggjari olíudeilunnar,
sem breiddi áhrif sín um allan
heim. Þessar hreyfingar endurguld-
ust snoturlega við ameríska mála-
miðlun 1974, þegar ísraelskar liðs-
sveitir hófu flutning brott af eg-
ypzku landsvæði — í fyrsta skipti
í meira en 15 ár, sem ísrael hefur
sveigt frá sínum fyrri kröfum. Og
árangur er: betri friðarhorfur í
Austurlöndum nær en nokkru sinni
í aldarfjórðung.
RÖDD SKYNSEMINNAR
Sadat, sem var algjörlega óþekkt
ur af umheiminum fyrir nokkrum
árum, hefur orðið sá áhrifaríkasti
af öllum leiðtogum Araba. Þrátt
fyrir þá staðreynd, að hann í æsku
var pólitískur ofstækismaður, er
hann nú hin sterka rödd hófsemi
og skynsamlegra raka í brennandi
ofni arabískra nefnda og ráða.
Gagnstætt yfirlýsingum fyrrverandi
Arabaleiðtoga um „útþurrkun ísra-
els í hafið“, hefur Sadat nú lýst
því yfir, að hann óski aðeins, að
ísrael skili aftur herteknu svæðun-
um frá sex daga stríðinu 1967. Og
ólíkt öfgamönnum Araba, viður-
kennir hann algjörlega tilveru ísra
els og rétt ísraelsmanna til búsetu.
Vissulega er hann fyrsti Arabaleið-
toginn, sem semur við ísrael, fyrir
milligöngu amerískra sáttasemjara.
Um leið tengjast Egyptaland og
Bandaríkin fyrir áhrif Sadats.
Stjórnmálasamband, sem rofið var
af forvera hans, Gamal Abdei Nass
er, 1967, var endurnýjað eftir styrj
öldina 1973, og Sadat hefur hvatt
Bandaríkin til að hefja rannsóknir
og tilraunir í Egyptalandi. Hann er
kominn í innilegt vináttusamband
við Henry Kissinger, sem þó er
Gyðingur.
Þegar Kissinger tryggði mála-
miðlun við ísrael, sýndi Sadat þakk
læti sitt með því að leika aðalhlut-
verkið í því að fá stjórnendur Ar-
abaríkjanna til að aflétta olíubann
inu eða draga úr áhrifum þess.
Sadat hefur einnig dregið úr nær-
veru og áhrifum Rússa í Egypta-
landi. Þegar hann varð forseti 1970,
voru 20 þúsund rússneskir foringj-
ar í Egyptalandi til þjálfunar í
flugher og öðrum þáttum heræf-
inga. Rússneskir flugmenn, sem
flugu frá rússneskum herstjórnun-
arstöðvum, þrumuðu hvarvetna í
loftinu yfir Egyptalandi.
Rússar byggðu Aswanstífluna,
eða réðu þar störfum, og eins var
með fleiri framkvæmdir og iðn-
fyrirtæki, sem var verið að stofna
í landinu. Þeir sömdu við róttæka