Úrval - 01.09.1974, Síða 4
2
ÚRVAL
Ég á við, að um klám getur því
aðeins verið að ræða, að kynlífið
sé skoðað að utan, það er að segja
einhver horfi á. Þetta er aðalatriði
klámvandamálsins, þegar kynlíf er
sýnt almenningi, hvort sem það er í
bókmenntum, eftirlíkingum eða
raunverulegum samförum á sviði
eða í næturklúbbi, ellegar í listum
svo sem málverkum, ljósmyndum
og kvikmyndum.
Menn þurfa ekki að hafa nein
sérstök kynferðileg vandamál eða
hömlur og þó hafnað því, hvernig
kynlíf er nú oft túlkað á kvik-
myndum og á leiksviði. Það þarf
ekki að snerta siðgæðistilfinningu,
ekkert er ósiðlegt við að hafa fata-
skipti eða hafa hægðir, en þetta kýs
fólk í okkar menningarsamfélagi
eðlilegast að gera í einrúmi. Ástin
þarfnast einnig hins sama.
Margir góðir rithöfundar sögunn-
ar hafa haldið aftur af sér í lýsing-
um á kynlífi. Þannig segir Frances-
ca í „Hinum guðdómlega gleðileik“
Dantes til dæmis frá harmsögulegri
ást sinni á Paolo. Þau voru að lesa
gamla ástarsögu og, er þau lásu,
voru þau skyndilega gripin ástríðu.
Hvað gerðist svo? Dante lætur Fran
cescu einfaldlega segja „Þann dag
lásum við ekki lengra“. Afganginn
lætur skáldið lesandann um að
ímynda sér, og lesandinn kemst
ekki hjá því að finna til afls þess-
arar áleitandi og örlagaríku ástríðu.
Vandinn við lýsingu á samförum
í listum og bókmenntum er eink-
um sá, að tilgangurinn með lýsing-
unni er ekki alltaf ljós. Karlar og
konur hafa samfarir af mismun-
andi orsökum. Fullkomnast er, að
þær séu fullnæging sannrar ástar
og virðingar manns og konu, en
þær geta einnig átt rætur að rekja
í kæruleysi drukkins fólks eða
taugaveiklun, ellegar verið tæki til
árásar eða misnotkunar, eða bara
kaupskapur. í augum áhorfandans,
sem þekkir ekki tilganginn, eru öll
þessi pör að „gera hið sama“. Með
því að einbeita athyglinni að kyn-
lífinu sem slíku er verið að hunza
hið mannlega mikilvægi þess.
Nú á dögum er ekki látið nægja
að sýna samfarir í kvikmyndum.
Hvers konar afbrigðileiki og sad-
ismi er sýndur. Aðaltilgangur þess-
ara kvikmynda, eftir því sem fram
kemur í auglýsingum og umsögn-
um, er, eins og skáldið D. H. Lawr-
ence lýsti því að „óhreinka kyn-
lífið.
HH
í rifrildi hefur konan alltaf síðasta orðið. Ef maðurinn ætlar að
segja eitthvað eftir það, verður það aðeins upphafið að nýju rifrildi.
I.B.