Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 19
17
Margt getur skeð í Merkurferðum, kvað skáldið — og />að má
heimfæra upp á þessa fjörlegu frásögn, sem hér fer á eftir.
Tjaldbúðaránægja
eftií WILLIAM STOKES
að var friðsamt sumar-
Skvöld á tjaldstæðinu,
vatnið var spegilslétt,
Ssólin að setjast bak við
trén hinum megin á
bakkanum . . .
Skyndilega rofnaði þögnin af
skerandi ópi. Það smaug milli
þandra tjaldveggjanna og mæður
stungu höfðunum út um tjalddyrn-
ar til að komast að, hvað væri um
að vera. Það var bara einhver,
sem hafði rekið stórutána í, og
von bráðar vék gráturinn fyrir
drynjandi bassa, sem hrópaði til
afkomanda síns að pilla sig út úr
bátnum áður en taka mætti veiði-
stengurnar í nefið.
Ilmur og reykur af allskyns
steiktu kjöti á mismunandi stigum
matreiðslunnar blandaðist lykt-
inni af mýflugnaolíu, blautum bað-
handklæðum og þránuðu smjöri.
Nokkrir smádrengir stukku fram
og aftur milli tjaldanna, ráku upp
stríðsöskur, og sýndu hreyknir
sprelllifandi frosk, sem þeir höfðu
veitt.
Froskamóðir hlustaði með at-
hygli á kröftug blótsyrði fjölskyldu
föðurs, sem reyndi árangurslaust
að fá tjaldhælana til að virka rétt,
á milli þess sem hann ákallaði
myrkrahöfðingjann og hafði augun
á fimm til sex börnum, sem busl-
uðu í vatnsskorpunni.