Úrval - 01.09.1974, Page 109
107
Viltu auka orðaforða þinn?
1. amstur: vafstur, lítið nagdýr, fcirgðasöfnun fram yfir þarfir, fyrir-
höfn, leiði, sorg, vandræði.
2. firnindi: furða, furðuleg tíðindi, forneskja, hrörnun vegna aldurs,
það þegar skuld er ekki lengur greiðslukræf, sökum þess hve gömul
hún er, óbyggðir, mikið magn.
3. hvapp: spik, skvap, hvarf, óvænt heppni, dalbót, þrábeiðni,
4. lúkning: hurðarlæsing, handayfirlagning, sýn, fullnaðargreiðsla, mis-
þyrming, skuld, skuldheimta.
5. dári: hrútur, kvennabósi, kauði, fífl, amlóði, fól, fíflalæti.
6. amur: kveinstafir, leiðindi, fyrirhöfn, bax, kvartanir, gæfur, fyrir-
hafnarsamur.
7. að fyrta: að svipta, að eiga (í) afgang frá síðasta ári (síðari árum),
að verða úrelt, að eldast, að reiðast, að verða leiður, að móðga.
8. kuti: seppi, tittur, lítill kálfur, heimskingi, (lítill) hnífur, snáði, prik.
9. dos: slappleki, blundur, augnablikshvíld, bið, slór, dáðleysi, dæld.
10. að ylgra: að góla, að klæja, að yggla sig, að ýla, að velgja, að hlýna,
að ylja.
11. það bránar af honum: honum versnar, hann er í fýlu, það er ólykt
af honum, það rennur af honum svitinn, honum batnar, honum
rennur reiðin, honum verður hverft við.
12. sífrunarsamur: grátgjarn, viðkvæmur, nöldrunarsamur, nízkur, mein-
fýsinn, tortrygginn, ættrækinn.
13. klökkvi: ís, ísstöngull, skip, það að vera hrærður, legufæri, ótti,
angist.
14. dorri: hrútur, einn af vetrarmánuðunum (að gömlu tali), megin-
hluti, tarfur, stóðhestur, slóði, letingi.
15. yggldur: vermdur, hlýr, grettur, illúðlegur, bögglaður, úldinn, fúll.
16. að þvagna: að losna af í flygsum, að kasta af sér vatni, að þvost (af),
að flækjast i eina bendu, að vera fámáll, að flækjast fyrir, að þefa.
17. spildingur: ofstopamaður, yfirgangsseggur, landskiki, skötubarð,
hryggur úr lúðu, sem flökunum hefur verið flett af, hákarlsskrápur,
selshreifi.
18. áöngun: barsmíð, þrá, vesæld, eymd, krankleiki, þegar fer að daga,
það að þrífast og vaxa
19. að læfa: að deyfa, að sýna undirferli, að laumast, að tipla á tánum,
að káfa, að mæli með lófanum (handarbreiddinni), að minnka.
20. snurfu(n)s: fágun, móðgun, veiðiaðferð, smámunasöm snyrting, það
að þrefa, hnökri, umstang. Svör á bls. 128.