Úrval - 01.09.1974, Page 52
50
ÚRVAL
spilltu stjórn Farouks konungs, og
þeir hötuðu einnig Breta, sem höfðu
setulið á Suezskurðarsvæðinu og
meðhöndluðu Egyptaland eins og ný
lendu. Hvorugur þeirra hafði þó
verið fasisti.
En líkt og margir Arábar lifðu
þeir í þeirri barnalegu trú, að þeir
gætu notfært sér möndulveldin til
að losa land sitt undan áhrifum og
yfirráðum Breta. Samt sem áður
lenti Sadat í sárum reynsluskóla,
sem hefur hundelt hann mikinn
hluta ævinnar: Hann gekk til sam-
starfs við tvo þýzka njósnara, og
þeir voru allir hafðir að ginningar-
fíflum — að sögn af magadans-
meyju. Síðan voru þeir leiddir fyrir
herrétt og sendir í fangelsi. Sadat
slapp á ævintýralegan hátt og eyddi
því sem eftir var styrjaldartímans
huldu höfði í Kairo, dvaldist þar í
draslhverfi og vann sem vörubíl-
stjóri.
Seinna varð hann enn á valdi
pólitískra æsinga og ætlaði að
sprengja sendiráð Breta í loft upp,
en Nasser neiaði þeirri hugmynd.
Bráðlega lenti Sadat aftur í fang-
elsi, dæmdur fyrir þátttöku í sam-
særi til að ráða egypzk-brezkan
stjórnmálamann af dögum. Eftir
tveggja og hálfs árs fangelsisvist fór
Sadat aftur í herinn. Þegar Nasser
setti Farouk frá í uppþotinu 1952,
var búizt við, að Sadat sliti sam-
bandi við herdeildir kóngs. En
Nasser fann hann ekki. Sadat var
enn hinn fæddi ólánsmaður og
hafði farið með börn sín á bíó þetta
kvöld.
Þau 18 ár, sem Nasser ríkti yfir
Egyptalandi, var Sadat jafnan í bak
sýn, svo lotningarfullur, að Nasser
nefndi hann ,,Já-já“ ofursta. En að
Nasser látnum var Sadat að sér
óvörum tekinn til forseta sam-
kvæmt uppástungu varaforseta.
Margir spáðu honum falli og litl-
um frama, en Sadat smaug um greip
ar og úr greipum keppinauta sinna
með því að vinna sér lykilaðstöðu
hjá hernum.
ÁKVÖRÐUN: STYRJÖLD
En það reyndist erfiðara að beita
ísrael brögðum. Egyptar álitu her-
setu Israels á Sinaískaga svívirð-
ingartákn sinna þjóðlegu verðleika
og tignar. Aftur og aftur heimtuðu
þeir styrjöld til þess að endur-
heimta þetta hertekna svæði — en
slík styrjöld var af útlendum sér-
fræðingum talin sjálfsmorðstilraun
og annað ekki.
Sadat hélt spennunni samt í tvö
ár og taldi styrjöldina alltaf yfir-
vofandi. En hann kallði þó of oft
„úlfur, úlfur“. Allir hættu að trúa
honum.
Almannarómur snerist gegn hon-
um, og stúdentar gengu um stræti
Kairoborgar og heimtuðu aðför
gegn ísrael.
í fyrstu notaði Sadat stjórnmála-
bragðvísi. Eftir að hafa leitað til
Rússa vonaðist hann eftir, að Wash
ingtonstjórn mundi knýja ísrael til
að skila Sinai aftur. En Washing-
ton sendi í þess stað 48 Phantom-
herþotur til ísraelsmanna. Þá var
það sem úrskurður Sadats varð:
Styrjöld.
Sadat stóðst öll ónot landsmanna
sinna og endurskipulagði egypzka
herinn rólega, réði til sín úrslita-