Úrval - 01.09.1974, Page 52

Úrval - 01.09.1974, Page 52
50 ÚRVAL spilltu stjórn Farouks konungs, og þeir hötuðu einnig Breta, sem höfðu setulið á Suezskurðarsvæðinu og meðhöndluðu Egyptaland eins og ný lendu. Hvorugur þeirra hafði þó verið fasisti. En líkt og margir Arábar lifðu þeir í þeirri barnalegu trú, að þeir gætu notfært sér möndulveldin til að losa land sitt undan áhrifum og yfirráðum Breta. Samt sem áður lenti Sadat í sárum reynsluskóla, sem hefur hundelt hann mikinn hluta ævinnar: Hann gekk til sam- starfs við tvo þýzka njósnara, og þeir voru allir hafðir að ginningar- fíflum — að sögn af magadans- meyju. Síðan voru þeir leiddir fyrir herrétt og sendir í fangelsi. Sadat slapp á ævintýralegan hátt og eyddi því sem eftir var styrjaldartímans huldu höfði í Kairo, dvaldist þar í draslhverfi og vann sem vörubíl- stjóri. Seinna varð hann enn á valdi pólitískra æsinga og ætlaði að sprengja sendiráð Breta í loft upp, en Nasser neiaði þeirri hugmynd. Bráðlega lenti Sadat aftur í fang- elsi, dæmdur fyrir þátttöku í sam- særi til að ráða egypzk-brezkan stjórnmálamann af dögum. Eftir tveggja og hálfs árs fangelsisvist fór Sadat aftur í herinn. Þegar Nasser setti Farouk frá í uppþotinu 1952, var búizt við, að Sadat sliti sam- bandi við herdeildir kóngs. En Nasser fann hann ekki. Sadat var enn hinn fæddi ólánsmaður og hafði farið með börn sín á bíó þetta kvöld. Þau 18 ár, sem Nasser ríkti yfir Egyptalandi, var Sadat jafnan í bak sýn, svo lotningarfullur, að Nasser nefndi hann ,,Já-já“ ofursta. En að Nasser látnum var Sadat að sér óvörum tekinn til forseta sam- kvæmt uppástungu varaforseta. Margir spáðu honum falli og litl- um frama, en Sadat smaug um greip ar og úr greipum keppinauta sinna með því að vinna sér lykilaðstöðu hjá hernum. ÁKVÖRÐUN: STYRJÖLD En það reyndist erfiðara að beita ísrael brögðum. Egyptar álitu her- setu Israels á Sinaískaga svívirð- ingartákn sinna þjóðlegu verðleika og tignar. Aftur og aftur heimtuðu þeir styrjöld til þess að endur- heimta þetta hertekna svæði — en slík styrjöld var af útlendum sér- fræðingum talin sjálfsmorðstilraun og annað ekki. Sadat hélt spennunni samt í tvö ár og taldi styrjöldina alltaf yfir- vofandi. En hann kallði þó of oft „úlfur, úlfur“. Allir hættu að trúa honum. Almannarómur snerist gegn hon- um, og stúdentar gengu um stræti Kairoborgar og heimtuðu aðför gegn ísrael. í fyrstu notaði Sadat stjórnmála- bragðvísi. Eftir að hafa leitað til Rússa vonaðist hann eftir, að Wash ingtonstjórn mundi knýja ísrael til að skila Sinai aftur. En Washing- ton sendi í þess stað 48 Phantom- herþotur til ísraelsmanna. Þá var það sem úrskurður Sadats varð: Styrjöld. Sadat stóðst öll ónot landsmanna sinna og endurskipulagði egypzka herinn rólega, réði til sín úrslita-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.