Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 30
Það nafn sem hún áður hjá foreldrum fékk
með framandi kynstofni lék ei við tungu,
hjá þeim fékk hún nafngift að þarlendra -smekk
sem Þorgerðar-nafninu að henni stungu;
að lands- jafnt og sjó-störfum liðtæk hún gekk
og lengt fékk því nafnið, hvar brákarnir sungu.
Og það komst í mæli að „Þorgerður Brák“
um þrekraun sem afl væri karlmanna jafni,
og verklagið hennar, það var ekki kák
hvort vef skyldi kljá eða fylgjast með safni;
í fjölvísi bauð hún þeim færustu skák
— hvað fylgir í sögunni enn hennar nafni.
Slíkt ambáttar-líf var ei öfundsvei't þó
■— það urðaði brátt hennar ljúfustu drauma.
Hið innra var funi þó yfirborðs-ró
með yfirbragðs-tign lclyfi vinda og strauma,
og hjartað sem undir þeim harðfjötri sló
var hátígið, vansæmt af búningnum auma.
Samt hrærir oft Regin in heitasta þrá
— er harðlyndum bóndanum sonur var fenginn
í hlutskifti Brákar gaf hamingjan þá
að henni var boðið að uppfóstra drenginn
því húsfreyjan, göfug og hyggin, það sá
að hæfari barnfóstra til mundi engin.
Hún tók að sér fegin það trúnaðar-starf
— og til þess fann minna er sál hennar næddi,
og drenginn, sem gáfur fékk drjúgum í arf
með dugnaði og kostgæfni lægin hún fræddi.
Við uppfóstrið tæplega orðlengja þarf
í umhverfi sínu hún virðingu græddi.
Þar lærði hinn stórbrotni stórbokka-son
að stilla þann góðmálm sem kallaðist bragur;
(ef herzla er gölluð er haldlítil von
að hljómur í stáli sé skýr eða fagur,)
og rúnanna myrkvið er réð hún, sú kvon,
hann reit jafnt og þaul-skildi, greindur og hagur.