Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 69
67
Sé einhver skítsæll eða hugsar lítið um sig, er hann kallaður
svín. Þetta er í hæsta máta óréttlátt gagnvart hinnm
hreinlátu svínum. Grísinn er fæddur hreinn.
Elsku grísirnir mínir
eftir ALICE HAINES
*
*
*
A
jf öllum húsdýrum hafa
__ svínin verst orð á sér.
Það er sagt að þau séu
heimsk, klunnaleg,
% c
skítug og gráðug. Síð-
' ustu tuttugu og fjögur
ár hef ég kynnzt mörg hundruð
grísum mjög náið og hef, þvert
móti þessu, veitt því athygli, að
svín eru skynsöm. Þau eru í eðli
sínu hreinlát, þau kunna sér maga-
mál og þau eru mjög siðlát, bæði
í trúlofunarstandinu og hjónaband
inu.
Það var hreinasta tilviljun, að
grísir urðu mín sérgrein. 1941
keypti ég ofurlítinn bóndabæ. Eg
var sannkallað borgarbarn og
hafði ekki hundsvit á landbúnaði,
en mér fannst, að bóndabæ ætti að
fylgja svín, svo ég fékk mér eitt
slíkt til að losna við ruslið úr eld-
húsinu. Þetta var gylta og hlaut
nafnið Henríetta.
Ég komst fljótt að því, að það
var óþarflega dýrt að kaupa svína-
kjöt, það var betra að afla sér þess
á eigin heimili með því að útvega
Henríettu gölt og koma sér upp
grísum. Þá gat ég sjálf haldið nokkr
um þeirra og selt afganginn.
Ég hafði heyrt söguna um borgar
búann, sem hafði farið að eins og
ég, keypt sér jörð úti í sveit og far