Goðasteinn - 01.09.1962, Side 10

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 10
Kjartan Leifur Markússon: É| man |iá nútt Æskuminning frá Hjörleifshöfða Veturinn 1906-07 var í Skaftafellssýslu mjög kaldur og snjó- koma nokkuð mikil. Á þorra var lengst af snjór á jörð og víðast hvar litlir eða engir hagar fyrir sauðfé. En snjórinn gaf mörg og góð tækifæri strákum á mínu reki, aðeins á tólfta ári, til að hlaða upp snjókerlingar og renna sér á sleða. Einn dag, síðla á þorranum, var ég úti, renndi mér margar ferðir niður bæjarbrekkuna og langt niður á tún. Að ganga aftur upp brattann og draga sleðann var nóg áreynsla til þess, að mér var sæmilega hlýtt. Þó var norðangolan býsna köld, enda kom hún óbrotin fram af Mýrdalsjökli, streymdi yfir snævi þakinn sand- inn, steypti sér yfir Hjörleifshöfða og fram af honum. Það var ekki furða, þó hún væri bitur. En tíminn leið fljótt, að mér fannst, og fyrr en varði, fór að bregða birtu, og rökkrið steig yfir láð og lög. Ég taldi þá bezt að ganga í bæinn. Heima á hlaðinu stakk ég við fæti og litaðist um. Enn í dag man ég, hvað myndin, sem blasti við augum, var kuldaleg, allt hvítt af snjó, Höfðinn, sandurinn og fjöllin í vestri. Yfir þeim gnæfði hæsta bunga Mýrdalsjökuls, sem sást þó óskýrt vegna kuldamóðu. Á 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.