Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 12
gróf þá botninn svo ört og dýpkaði farveginn, að Jón gat ekki náð
sér upp á skörina og gerði ekki betur en halda sér, því straumur-
inn lagðist á hann með ofurþunga. Þorvarður þreif þá af sér
ullartrefil, sem hann hafði um hálsinn, og lét Jón taka í annan
endann. Komst hann við það upp á skörina. Varð þeim nú báð-
um ljóst, að ófært var austur yfir vatnið, leiðin með öllu lokuð.
Eftir nokkra íhugun tóku þeir það ráð að kalla til piltarma og
segja þeim að fara suður með vatninu, allt fram að sjó, en sjálfir
sögðust þeir myndu fara suður í Hjörleifshöfða og fá þar menn
til að fara til móts við þá. Við sjóinn, töldu þeir víst, að vatnið
myndi fært kunnugum mönnum.
Þeir Jón og Þorvarður tóku nú stefnu á Hjörleifshöfða, en
varla hafa þeir verið glaðir í huga að skiljast svo við félaga
sína á eyðum úti, degi tekið að halla og loftsútlit tvísýnt. Gengu
þeir fyrst svo hratt sem þeir máttu, en brátt varð þeim erfið
gangan, því fötin frusu í gegn og urðu sem stokkur. Áttu þeir
óhægt um vik í þeim klakafjötrum og þreyttust mjög. Voru þeir
nálega uppgefnir, þegar þeir komu að Höfðanum og leituðu upp-
göngu, þar sem farið var heim að bænum. Við túnið fleygði
Jón sér niður, en Þorvarður hélt áfram og gerði vart við sig,
sem fyrr segir. Naumast hafði hann lokið sögu sinni, er barið
var að dyrum. Jón var þar kominn og var þegar leiddur til
baðstofu. Ula gekk honum að komast upp baðstofustigann, því
hann gat ekki beygt hnéliðina, buxurnar voru svo harðfrosnar.
Ekki voru þá aðrir karlmenn heima á Hjörleifshöfða en Guðjón
bróðir minn og Sigurður föðurbróðir minn, þá nálega sjötugur.
Guðjón tygjaði sig í skyndi og fór út í frostkalda vetrarnóttina
til. hjálpar hinum nauðstöddu mönnum. Ekki var birta af tungli
og þó ekki dimmt, því loft var lítið skýjað.
Illa gekk þeim Jóni og Þorvarði að komast úr vosklæðunum, og
biðu þeir alllengi, meðan baðstofuhitinn linaði nokkuð klakann.
Man ég, að Jón tók hníf og risti sokka sína ofan frá og niður úr.
Þeir náðu upp fyrir hné og voru utan yfir buxunum. Var það nú
allt samfrosið. Móðir mín bjó um þá félaga í sínu rúmi, en sjálfri
sér gerði hún hvílu á gólfinu. Síðan var þeim borinn matur, og
urðu þeir hvoru tveggja fegnir, hvíldinni og kvöldverðinum. Ekkert
IQ
Godasteinn