Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 15

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 15
gegnkaldur, að hann var hættur að skjálfa. Talið var, að skepnur, sem dóu úr kulda, hættu að skjálfa, þegar lífið var komið að þvf að slokkna. Mennirnir, sem þarna áttu hlut að máli, voru hraustir og handtakagóðir, og því náðu þeir hestinum upp úr feninu. Sagði Jón, að Guðjón hefði farið ofan í sandbleytuna fyrir aftan hest- inn og lyft honum nokkuð upp með handafli, síðan hefði hann komið herðunum undir hann að aftan og tekið á svo hraustlega, að hann hefði losnað. Sjálfur lyfti Jón framhlutanum upp. Kom hesturinn þá fyrir sig fótum, og þrautin var unnin. Þeir félagar komu honum heim heilu og höldnu, settu hann inn í hlöðu, þar sem hann gat nært sig við töðustabbann. Nú var öllum áhyggjum aflétt. Ljósið var slökkt, og allir munu hafa sofnað fljótt og vel, heimamenn og gestirnir þreyttu. Langt var liðið fram á morgun, þegar ég vaknaði. Allt heima- fólk var komið á fætur fyrir löngu, en gestirnir lágu enn í rúmum sínum og nutu hvíldarinnar í fullum mæli. Þeim var borinn morg- unverður í rúmið, kjötsúpa, sem nýbúið var að elda. Ég skauzt út í hlöðu, þegar ég kom á fætur, til að sjá hestinn. Hann var enn síldur upp á miðjar síður, hlýjan var lítil í hlöð- unni. Mér miklaðist mest, hve eitt klakastykkið, sem hékk í tagl- inu, var stórt. Norðanáttin hafði færzt í aukana, það var bæði hvassara og kaldara en daginn áður, en loft var heiðskírt og bjart. Um hádegi klæddu gestirnir sig, og var þá búið að þurrka föt þeirra og sokka. Þeir lögðu svo af stað og fóru til Víkur, þar sem þeir gistu næstu nótt. Ekki munu þeir hafa sagt frá ferða- kröggum sínum í Vík. Ferð þeirra allra var heitið til sjóróðra á Suðurnes. Ég man ekki, frá hvaða bæ Þorvarður var, en Jón var frá Núpum í Fljótshverfi. Ég man ekki, hvað piltarnir tveir hétu eða hvar þeir áttu heima, en þeir voru af Síðunni. Um þá á ég aðeins þessa einu minningu. Á uppvaxtarárum mínum í Hjörleifshöfða um síðustu aldamót leið ekki svo nokkur vetur, að ekki kæmu þangað fleiri eða færri útversmenn af austursveitum. Gangandi mönnum með bagga á baki var það nægur áfangi að fara úr Álftaveri og vestur í Höfða á degi, ef snjór var á jörðu eða slæmt veður. Oft voru þessir Goðasteinn L5

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.