Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 19

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 19
hennar og börn fóru. Anna Þorvarðardóttir í Eyvindarholti var bezta vinkona Onnu og saknaði þess, að kirkjusæti hennar var autt. Hún spurði dóttur Önnu eftir messu, hvernig því viki við, að nafna sín hefði ekki komið, og fékk að vita sem var. Hún lét illa yfir, spurði nánar út í ástæður og sagði: „Hvernig er það annars, er hún ekki kaffilaus?“ „Skammt er til þess“, var svarið. Árni Sighvatsson í Eyindarholti kom færandi hendi að Fitjarmýri eftir páskahelgina, hafði meðferðis pund af kaffi ásamt kaffibæti og sykri. Anna felldi gleðitár við gjöfina. Heimilið á Fitjarmýri var orðlagt fyrir þrifnað og snyrti- mennsku. Guðrækni lærðu börnin með móðurmálinu. Gömul kona dó á Fitjarmýri, meðan börnin voru í æsku. Anna lét þau signa yfir kistu hennar á hverjum morgni og lesa þar bæn, meðan líkið stóð uppi. Or þessum jarðvegi var Einar Bergsteinsson vaxinn. Hann dvaldi með foreldrum sínum, meðan þeirra naut við, hafði lítið af skólagöngu að segja, en varð þó svo vel menntaður, að hann átti ekki síður samleið með lærðum mönnum en ólærðum, er út í lífið kom. Svo notadrjúg var hin íslenzka alþýðumenning, þar sem gáfur voru fyrir hendi. Allan efra hlut ævinnar átti Einar heimili á Hrútafelli undir Eyjafjöllum. Heilsa Einars leyfði honum ekki harðræði útiverka. Hann lærði fatasaum og stundaði það starf um tugi ára, mest í Rang- árvallasýslu, en talsvert í Vestur-Skaftafellssýslu, Árnessýslu og víðar. Ár eftir ár ferðaðist hann þannig bæ frá bæ, öllum aufúsu- gestur, vinnandi, skemmtandi, fræðandi. Merkiskona í Rangár- þingi minntist Einars þannig í mín eyru: „Svo ágæt sem verkin hans Einars voru, var þó miklu meira um vert að fá hann til að tala við hann. Það birti í bænum, þegar hann kom“. Ég átti því láni að fagna að þekkja Einar í mörg ár. Hann vann nokkrum sinnum á heimili mínu og festi við okkur tryggð, sem aldrei brást. Vinfesti hans var frábær, þar sem hún tók heima á annað borð, og sjálfur lét hann alltaf meira í té en hann þáði af öðrum. Einar var vitur maður, orðsnjall og orðhagur, svo af bar, „rómurinn mikill yfir málinu“ eins og segir í fornri sögu. Daglegt 17 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.