Goðasteinn - 01.09.1962, Page 21

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 21
var oftast haldið uppi með vinnunni, deyfð og ^lrungi áttu ekki heima í návist Einars. I tómstundum var einatt gripið í spil eða góð bók tekin til lestrar. Einar var frá æsku handgenginn kirkju og kristindómi, bæn- rækinn og kirkjukær. Hug sinn til kirkjunnar sýndi hann í ráð- stöfun eigna sinna', er óskiptar renna til Stóra-Dalskirkju. Undir veggjum hennar hvílir hann nú við hlið foreldra sinna. Af systkinum Einars eru tvær systur á lífi, Ingibjörg, búsett í Vestmannaeyjum, og Guðbjörg, búsett í Hafnarfirði, en dáin eru á fullorðinsaldri: Guðrún, búsett í Ameríku, Sigríður, lengi hús- freyja á Fitjarmýri, Kristólína, búsett í Vestmannaeyjum, ísleifur bóndi í Seljalandsseli o. v. og Bergsteinn bóndi og formaður á Tjörnum. Alls munu börn þeirra Fitjarmýrarhjóna hafa verið 13. Hálfbróðir þeirra systkina var Vigfús Bergsteinsson bóndi á Brúnum. Öll voru þau vel gefin, búin mannkostum og manndáð í ríkum mæli. Einari þvarr heilsa á síðustu árum. Gekk hann þess ekki dul- inn, að skyndilega kynni kall hans að koma, hélt þó háttum sín- um cg iðju. Nær miðju sumri 1961 ferðaðist hann norður í Mývatnssveit til góðvina sinna og sat þar um stund í góðum fögnuði við iðju sína. Síðla í ágúst kom hann heim að Hrútafelli og fór þaðan austur að Sólheimahjáleigu í Mýrdal til að ljúka við lofað verk. Hann dvaldi þar fáa daga án þess að stíga heilum fæti á jörð, fylgdi þó fötum til dauðadægurs 28. ágúst. Jarðarför hans var hafin frá Hrútafelli 2. sept. að viðstöddu miklu fjölmenni úr nálægum og fjarlægum byggðum. Vinir hans höfðu mikils misst. Rangárþing er svipminna og fátækara eftir en áður. Einar var hamingjumaður, þótt ekki eignaðist hann fast heimili né fjölskyldu, eftir að föðurgarðs missti við. Hann fann hamingju sína í starfinu og þeirri guðsgjöf að blanda geði við aðra, deila m.eð þeim gleði og sorg af heilum hug. Gott mun mörgum þykja að eiga þess von að hitta hann handan við gröf og dauða. Með kærri kveðju og þökk er hann kvaddur. -o- Einar Bergsteinsson varð 75 ára 15. nóv 1956. Sr. Sigurður Einarsson, skáld í Holti, sendi honum þá ljóðkveðju: Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.