Goðasteinn - 01.09.1962, Side 23

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 23
Útþráin er Islendingum í blóð borin, og hef ég sannarlega ekki farið varhiuta af henni fremur en margir aðrir. 1 æsku hafði ég að vísu fá tækifæri til að leggja land undir fót, því að ferðalög kosta allmikið fé, en lítið var um peninga í Skagafjarðardölum á kreppuárunum milli heimsstyrjaldanna eins og víðar. Lystireisur unglinga voru því eðlilega mjög fágætar á þessum árum, en ýmsar skemmri ferðir bættu mjög úr til að gera hversdagslíf kreppuár- anna fjölbreytt og ævintýraríkt. Það var til dæmis afar stórfenglegt að komast upp á brún einhvers fjallsins til að sjá, hvað tæki við hinumegin, og ekki má gleyma eftirvæntingu þeirri og fögn- uði, er fylgdu göngum og réttum. Svo brauzt út heimsstyrjöldin síðari og gjörbreytti efnahag og lífsviðhorfum Islendinga í einu vetfangi. Þá lögðu margir unglingar leið sína burt úr heimahögum og út í veröldina, þar sem gullin tækifæri, til að vinna sér inn peninga, skapa sér örugga afkomu eða kosta sig í skóla, biðu eins og skrautleg blóm meðfram veg- inum, sem maður gekk. Goðastewn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.