Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 31

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 31
hringstiga. En heldur mun það seinlegt verk, því að stigaþrepin eru alls 1792. Úr Eiffelturni er hið fegursta útsýni yfir borgina, og er talið, að sjá megi í góðu skyggni um 90 km leið í allar áttir. Efst í turninum eru sendistöðvar fyrir útvarp og sjónvarp, veður- athugunarstöð, verzlanir og margt fleira. Aðalgata Parísarborgar heitir Champs-Elysées eða Ódáinsvellir. Er hún afar breið og bein með mörgum akbrautum, trjáröðum og gangbrautum. Hún er án efa fegursta gata í veröldinni. Við hana standa fjölmargar fornar og fagrar byggingar. Þar er t.d. Elysée-höllin, þar sem forseti Frakklands hefur aðsetur, aðal- stöðvar stærstu dagblaða landsins, frægustu tízkuhúsin, veitinga- húsin o. s. frv. Fyrir efri enda Eiysées-götunnar stendur Sigur- boginn nafnfrægi, sem reistur var snemma á 19. öld. Hann er 50 m hár og 45 m breiður og prýddur fjölmörgum myndum og öðru skrauti. Undir hveifingu Sigurbogans er gröf óþekkta her- mannsins þakin blómsveigum, en Frakkar eru mikil hernaðarþjóð frá fornu fari og tilbiðja allt, sem minnir á hernaðarfrægð. Um- hverfis Sigurbogann liggur Stjörnutorg. Út frá því ganga tóif fagrar breiðgötur í allar áttir líkt og geislastafir frá stjörnu. Gagn- stætt Sigurboganum við neðri enda Champs-Elysées er Concorde- torgið, sem nefnt hefur verið fegursta torg veraldarinnar. Torg þetta á sér mikla sögu, og á því stóð fallöxin í byltingunni miklu. Þar misstu þau Lúðvík 16. og drottning hans, María Antoinette, höfuð sín, ásamt fjölmörgum öðrum. Á miðju þessu torgi stendur nú hin fagra, 23 m háa steinsúla, sem Múhammed Alí í Egypta- landi sendi Lúðvíki Filippusi að gjöf á sínum tíma. Þá má ekki láta hjá líða að geta um Napóleonssafnið og Invalídakirkjuna. 1 safni þessu er varðveitt allt, sem Napóleon mikli átti eða snerti hann á einhvern hátt, vopn hans, klæðnaður, kórónur, málverk og margt fleira. Og undir hvelfingu kirkjunnar hvíla jarðneskar leifar útlagans frá Sankti Helenu í brúnni marm- arakistu. Sýna Frakkar keisaranum hina mestu virðingu í hví- vetna, en Napóleon á alltaf mjög sterk ítök í þeim sakir hernað- arfrægðar sinnar og dugnaðar. Þá þótti mér forvitnilegt að standa á grunni Bastillunnar gömlu, þar sem franska stjórnarbyltingin Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.