Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 32
byrjaði í raun og veru með árás Parísarmúgsins á hinn illræmda
kastala 14. júlí 1789. Þar á torginu stendur nú hin 47 m háa Júlí-
súla til minningar um byltinguna 1830.
Þannig liðu dagarnir í París, og sífellt var eitthvað nýtt og fróð-
iegt að sjá og skoða. Sitthvað gekk líka á í stjórnmálunum um
þetta leyti. Mest var þó þjóðaratkvæðagreiðslan í Alsír til um-
ræðu meðal manna. Parísarlögreglan var alvopnuð og vel á verði.
Veitti ekki af því, þar sem OAS-menn höfðu sig mjög í frammi,
og gat víða að líta vígorð þeirra og upphrópanir málaðar á hús-
veggi. En Alsírmenn kusu frelsi sér til handa, og leyniherinn fékk
ekki að gert, þrátt fyrir örvæntingarfulla baráttu og ógeðslega
með afbrigðum.
Þá bar það til, að Adenauer kanzlari Þýzkalands kom í opin-
bera heimsókn til Frakklands til að ræða um Efnahagsbandalagið,
dagana sem við Ólafur H. Kristjánsson slitum skónum á götum
Parísar. Við höfðum reikað lengi dags um latneska hverfið og
vorum að ljúka við að skoða Sorbonne eða Svartaskóla, þar sem
Sæmundur fróði og fleiri íslenzkir lærðu galdra og fleiri listir á
fyrri öldum. Degi var tekið að halla, og hugðum við til heim-
ferðar í átt til hótels okkar. En þá tókum við eftir óvenjumiklum
mannfjölda á götum úti og ýmsum viðbúnaði lögreglunnar. Við
staðnæmdumst því á gangstétt við breiðgötu heilags Mikaels og
biðum átekta með myndavélar okkar til taks. Tíminn leið, og sí-
fellt fjölgaði fólki við götuna. Um síðir komu flokkar lögreglu-
manna á bifhjólum og því næst allmargir svartir viðhafnarbílar.
1 einum þessara vagna, og var hann opinn, sátu þeir hlið við
hlið Charles de Gaulle og Konrad Adenauer og veifuðu mann-
fjöldanum á báðar hendur. Við hófum þegar myndavélarnar og
smelltum af. Mátti það ekki tæpara standa, því að hratt var ekið,
og bar höfðingjana fljótt undan. Á eftir fylgdu aðrir flokkar lög-
reglumanna, svo að vel var fyrir öllu séð. Undarleg hugsun hvarfl-
aði að mér, er ég sá þarna þessa tvo valdamenn aka hjá, og var
á þá leið, hvort Þjóðverjum væri ef til vill að heppnast nú með
friðsamlegum hætti, það sem þeim tókst ekki með tveimur heims-
styrjöldum. Ef svo átti að verða, þá hafði að minnsta kosti verið
til lítils barizt. En tímarnir eru breyttir og viðhorfin önnur en voru.
30
Goðasteinn