Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 33

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 33
Fyrr en varði, kom að því, að við Ólafur urðum að yfirgefa París, þessa fögru borg sögunnar og gleðinnar. Skotsilfur gekk til þurrðar, og einnig höfðum við ákveðið að stanza fáeina daga í Lundúnum á heimleiðinni. Það var ekki um annað að ræða en leggja af stað. Við sátum við glugga í áætlunarbílnum á leiðinni út á flugvöllinn og horfðum með nokkrum söknuði og trega á það, sem fyrir augu bar. Það var undurfagur morgunn, bjartur og hlýr, eins og allir dagar okkar í París höfðu verið. Við sáum Sigur- bcgann, Champs-Elysées með allri sinni bílamergð, hvelfingu Invalídakirkjunnar, turna Notre-Dame, brýrnar á Signu og Eiffel- turninn. Hann gnæfir hátt yfir aðrar byggingar í borginni, grannur og spengilegur. En einnig hann leið hjá og hvarf eins og annað. Brátt lá borgin að baki. Við töluðum fátt. Það var eins og við værum að kveðja góða kunningja, sem við mundum ekki sjá aftur í bráð. Dvölin í París hafði verið sérlega ánægjuleg í alla staði. Nú var hún á enda. Á ný stigum við upp í flugvél og lögðum af stað, og nú á leið heim. Og það, að koma heim aftur, er, þegar alls er gætt, mesta tilhlökkunarefni hverrar ferðar. I Goðasteinn

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.