Goðasteinn - 01.09.1962, Side 34

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 34
Úr safni Sighvats í Eyvindarholti Jón forsÐti Siyurðssuii Ég var honum samtíða á tveimur ráðgefandi þingum (1865 og 67) og á tveimur löggjafarþingum (1875 og 77). Hið síðara árið var heilsa hans farin að bila, svo hann varð að hliðra ,sér hjá þing- störfum. Hann var nokkuð hár maður vexti, þrekinn og réttvax- inn, rösklegur og fjörlegur á fæti, sviphreinn, augun snarleg, útlit hans á allan hátt frítt og undir eins mikilmannlegt. Hann var prúðmenni í framgöngu og öllu látbragði, rómfærið hreimmikið og málfærið skýrt og skörulegt. 1 öllu viðmóti var hann „lítillátur, ljúfur og kátur“. Hann talaði manna bezt fyrir sannfæringu sinni, en beitti aldrei neinu persónulegu við þá, sem í móti mæltu. í samvinnu kom hann oft fram sem óvíkjanlegur og beitti þá snarpri og ljósri röksemdafærslu fyrir sinni skoðun, enda fór það alloftast svo, að allt varð undan hans röksemdum og skörungsskap að láta. Yfir höfuð tókst honum allra manna bezt að sannfæra aðra og ná samkomulagi við menn um sinn málstað. 32 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.