Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 38
Jón R. Hjálmarsson
Eifl sinn litfi að
----------■ OL'fa Rássain Island
í Norðurlandaófriðnum mikla, á árunum 1700 til 1721, var
Danaveldi oft illa statt. Landið var í rauninni mjög lamað og
fjárhagslega rúið, eftir hinar fjölmörgu styrjaldir á sautjándu öld-
inni. Ríkissjóðurinn var tæmdur og vart fært að hækka eða
stofna til nýrra skatta, þar eð þær byrðar, sem þegnarnir, þ. e. a. s.
bændur og borgarar, báru, voru svo þungar, að eigi myndu þeir
rísa undir öllu meira.
Friðrik IV. konungur brást því harla glaður við, er honum
bárust í hendur tillögur nokkrar, sem Norðmaður einn hafði lagt
fram um, hvernig auka mætti ríkistekjurnar verulega án þess að
hækka skattana, og lét hann kalla höfundinn til Kaupmanna-
hafnar á sinn fund árið 17x1. Maður sá var Povel Juel, fæddur
um 1675 og var kaupmannssonur frá Þrándheimi. Faðir hans,
Tomas Juel, var vel stæður kaupmaður í Þrándheimi á síðari
hluta 17. aldar, og auk verzlunar sinnar þar í bæ, rak hann útibú
á ýmsum stöðum í Norður-Noregi. Syni átti hann þrjá, mann-
vænlega. Tveir þeirra gengu menntaveginn og gerðust kirkjunnar
þjónar og voru hinir nýtustu menn, en koma ekki við þessa
sögu. Hinn þriðji, Povel, hlaut litla menntun, en lærði þó lestur
og skrift og eitthvað í reikningi. Var snemma ákveðið, að hann
tæki við verzluninni eftir föður sinn, og var honum á unga aldri
falið að reka útibúin í Norður-Noregi. Hann kynnti sér og ungur
ýmislegt varðandi lögfræði og virðist hafa aflað sér haldgóðrar
36
Goðasteinn