Goðasteinn - 01.09.1962, Page 39
þekkingar í þeim fræðum, því að jafnframt verzlunarstörfum
sýslaði hann við málafærslu, og fór snemma af honum mikið orð.
Hann var djarfur og duglegur, gáfaður og metnaðargjarn, en
sást oft lítt fyrir.
Eins og við var að búast, undi hann ekki lengi í Norður-Noregi,
því að þar var allt fremur smátt skorið og lítið olnbogarými fyrir
athafnasem.i og stórhug Povels Juels. Ef til vill flýtti og fyrir
burtförinni orðrómur sá, er komst á kreik um, að hann hefði
brennt inni stúlku eina, sem hann hafði lengi verið í tygjum
við, en var að sögn orðinn leiður á. Ekkert varð þó sannað, en
orðrómur þessi spillti áliti hans, því að sumir lögðu á trúnað, þar
eð snemma átti hann til að sýna fádæma óbilgirni og ósvífni
í viðskiptum. Skömmu seinna settist hann að í Björgvin sem
málafærslumaður, og vakti þar þegar mikla athygli fyrir kunnáttu
og hæfileika. Þar var hann og bráðlega settur bæjarfógeti og barst
fljótt mikið á. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, því að ágreiningur
mikill reis milii hans og annarra ráðamanna í bænum, sem varð
svo alvarlegur, að Povel Juel neyddist til að leggja niður embættið.
Þá var það, að hann fékk bcð konungs um að koma til Kaup-
mannahafnar til að ráðgast um og skýra tillögur sínar til aukn-
ingar ríkisteknanna af Noregi. Povel Juel brá skjótt við og ferð-
aðist með makt og miklu veldi til Danmerkur, gekk á konungs-
fund og var vel tekið. Konungur skipaði nefnd, cr í samráði
við Povél Juel skyldi rannsaka tillögurnar nákvæmlega og leggja
síðan fram álit sitt. Samstarf þetta gekk illa, og kom fljótt
upp misklíð og síðar fullur fjandskapur milli Juels og nefndar-
manna, sem kváðu tillögurnar lítils verðar og illa framkvæman-
legar. En þær fjölluðu í stuttu máli um betra eftirlit með inn-
heimtu skatta í" Noregi, breytingar á tollalögunum og að taka
upp há stimpilgjöld. Eftir miklar málalengingar og þref milli
Juels og nefndarmanna voru tillögurnar að lokum lagðar til hlið-
ar sem einskis nýtar.
Juel lagði samt ekki árar í bát og bar fram nýjar tillögur,
sem voru þess efnis, að konungur stofnaði til umfangsmikillar
sölu á ríkisskuldabréfum, og mæltist hann til þess um leið að
fá embætti sem æðsti fulltrúi konungs í Noregi, því að þannig
Goðasteinn
37