Goðasteinn - 01.09.1962, Page 44

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 44
Þórður Tómasson: Sagnaþœttir I. Ilallilíir í StBiniim Fram á þennan dag hafa gengið ýmsar sagnir af Halldóri Ei- ríkssyni í Steinum undir Eyjafjöllum. Halldór var fæddur á Selja- völlum í sörnu sveit árið 1775 og ól allan sinn aldur undir Eyja- fjöllunum. Hann var maður vel viti borinn, orðheppinn og mein- yrtur, ef hann vildi það við hafa.. Ungur kvæntist hann gamalli konu, Halldóru Ásláksdóttur, bónda í Berjaneskoti, Guðmunds- sonar. Var hún 30 árum eldri en bóndinn. Halidóri fannst ekki til um fegurð hennar, að sögur herma. Einu sinni var hann á leið yfir Hellisheiði. Þar varð langferðamaður á vegi hans, kominn alla leið austan úr Skaftafellssýslu. Hann hafði komið við í Stein- um, þegið þar góðgerðir og vissi, að Halldór átti þar hlut að máli. Lét hann þess getið við Halldór, er tók því vel, en vildi þó vita vissu sína um, að hann færi ekki bæjavillt. Líklegasta ráð- ið var að spyrja um útlit konunnar, sem bar honum beinann. „Var hún, sem maður segir, andskoti ljót?“ spurði Halldór. Ferða- maðurinn svaraði: „Ekki er nú beint hægt að segja, að hún hafi verið fríð“. Halldór efaðist þá ekki og sagði ákveðið: „Ja, þá hefur það verið hún Halldóra mín“. Ekki voru efnin mikil hjá Halldóri, og uppgangssamt vildi verða í gestgötunni í Steinum. Hann vildi þó sízt láta á því bera, að tæp tök væru á því að fagna gestum, og gat hallað sóma Hall- 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.