Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 50

Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 50
IV. Sinjnir úr Slnmiliisýslii Fóstra mín og frænka, Jensína Pálsdóttir í Gröf í Bitrufirði, var um skeið vinnukona hjá Guðmundi Einarssyni frá Snartartungu og konu hans Maríu Jónsdóttur, er þá bjuggu að Óspakseyri. Þar var forn kirkjustaður. Guðrún hét dóttir þeirra hjóna, fimm ára, er hér var komið sögu. Hún deildi rekkju með mömmu og svaf andfætis við hana. Eina sumarnótt vaknaði mamma við það, að Guðrún litla kom upp í arminn til hennar óttaslegin mjög. Sagði hún, að ókunnugur maður hefði komið inn á pallinn, undarlegur og illa til reika. Hélt hann báðum höndum um höfuð sér, er öðrum megin var hulið rauðu hári, en hinum megin hárlaust. Sýnin hvarf bráðlega og barnið varð aftur vært. Daginn eftir var tekin gröf í kirkjugarðinum. Kom þar upp gröftur, eins manns mein. Höfuðkúpan var heil, þakin þéttu, rauðu hári um helming hársvarðar, hinn hárlaus með öllu. -o- Heima í Gröf bar það til að kvöldlagi, að margrætt varð um drauga, einkupi Ennis-Móra, er lengi hafði gengið ljósum logum í sveitinni. Mömmu var lítið um það tal gefið. Vildi hún eyða því og sagði: „Að þið skuluð geta verið að tala um þessa bölvaða vitleysu. Það eru engir draugar til“. Um nóttina lét hún með eindæmum illa í svefni og sagði frá tildrögum þess um morguninn. Hún þóttist ganga fyrir opnar stofu- dyrnar, niðri, og líta þar inn. Á bekk innan við stofuborðið sá hún, að sat ófélegur strákhnokki klæddur mórauðum görmum. Hann reis á fætur, skældi sig herfilega framan í mömmu og sagði: „Viltu nú segja, að ég sé ekki til“. Mamma varð um leið altekin óhug og hræðslu, sem hún átti ekki vanda til í svefni eða vöku. Litlu eftir fótaferð fór hún út til mjalta. Hún var nýgengin í fjósið, þegar tveir gestir komu. Þeim var boðið til stofu. Mamma gekk fyrir opnar stofudyrnar, þegar hún kom frá mjöltunum. Ann- 48 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.