Goðasteinn - 01.09.1962, Page 54
vel var þegið. Að Skógum var hún flutt í desember 1952 að frum-
kvæði Magnúsar Gíslasonar skólastjóra og með góðu fulltingi
nokkurra Víkurbúa. 1 húsaskjól komst hún veturinn 1954-55. Eyj-
ólfur á Hvoli varð fyrstur til að leggja fram fjármuni til að
hyggja yfir Pétursey. Alþingi hefur veitt því máli góðan styrk, en
höfuðþungann hafa Vestur- Skaftafells- og Rangárvallasýsla borið.
Pétursey er um 9,70 m að lengd stafna milli, frekir 3 m á breidd.
Má af því marka, að nokkuð er hún rúmfrek. Safnið hefur látið
gera á henni talsverðar endurbætur, þó skortir enn sitthvað á
fullan og réttan útbúnað áraskips frá 19. öld. Mestu máli skiptir,
að hún er komin í örugga höfn, úr því volki, er lagt hefur að
velli hartnær öll áraskip gamaliar, íslenzkrar gerðar.
Þ. T.
52
Goðasteinn