Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 55
Skemmtisögur
skráðar aí
Önnu Vigfúsdóttur
írá Brúnum
Synir Brúna-Eiríks voru hagir vel og smíðuðu ýmsa muni, er
fágætir þóttu. Var um það rætt, þar sem allmargir voru saman
komnir, að þeir bræður gætu smíðað hvað sem væri, svo að segja.
Einhver ættingi þeirra gerði orð á þessu. Nágranni Brúnabræðra,
Loftur Guðmundsson, bóndi á Tjörnum, gall þá við: „Meir enn,
geta þeir þá smíðað kúskel?“ „Meir enn“ var orðtæki Lofts,
og fylgdi því, að hann pataði með hægri hendi.
Loftur fór eitt sinn austur í Vík í Mýrdal ásamt sveitungum
sinum. Hann reið ungum hesti, viljugum og óstýrilátum. Lofti
þótti gott í staupinu, og var hann eitthvað við öl á heimleiðinni.
Vildi nú svo til, að hann féll af baki._ Hann var í yfirhöfn þykkri
og þungri, og slóst hún fram yfir höfuð hans við byltuna. Urðu
samferðamenn Lofts að hjálpa honum úr þeirri klípu.
Bústýru Lofts þótti hann heldur illa til reika, er heim kom.
Fannst henni furðu gegna, að hengilrifið var bakið í vesti hans,
og spurði, hverju sætti. Loftur svaraði: „Ja, meir enn, svona er
þetta andskotans búðardót". Aðra skýringu fékk hún aldrei.
Vestisbakið mun hafa verið úr lasting, eða einhverju slíku, og
veigaminna en fataefnið sjálft. Ekki hafði verið annað „búðar-
dót“ í klæðnaðinum en vestisbakið eitt.
—o—
í nánd við Kross í Landeyjum var smábýlið Tjarnarkot, síðar
:l) Eiríkur Ólafsson bjó á Brúnum 1856—79.
Godasteinn
53