Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 56

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 56
nefnt Krosshjáleiga, hefur verið í eyði síðustu áratugi. Þar bjó á seinni hluta 19. aldar maður, sem Jóhann hét Jónsson. Hann var formaður, þótti ódeigur við sjó og hinn röskasti maður. Eitt sinn, er hann reri, var allillt í sjó og tvísýna á, að fært væri í land. Kallaði þá einn skipverja skjálfandi rómi: „Eigum við ekki að róa í Jesú nafni!“ Formaður svaraði byrstur: „Hreint frá að róa í Jesú nafni“. Var svo um stund beðið betra lags og síðan lent heilu og höldnu. Varð formanni þá að orði: „Hvar ætli við værum nú, ef við hefðum lent í Jesú nafni? Allir steindauðir og komnir út undir Dranga“. -o- Gamall bóndi minntist atvika frá æskudögum sínum og sagði svo frá ferð, er hann fór með föður sínum: „Pápi reið í einu pút- unni, sem til var, en ég varð að ríða berbakt á sjö gæruskinnum, og var það þreytandi“. —o— Þessi frásögn er höfð eftir skaftfellskum karli: „Þegar ég var fyrirvinna hjá henni móður mini sálugu, þá var hann Ólafur rjómi vinnumaður hjá okkur. Einu sinni um haust sauð ég kæfu úr einni kind, lét hana í skrínu og ætlaði að hafa hana sjálfur að gamni mínu um veturinn. En þegar ég kom ofan í skrínuna miðja, þá var Ólafur rjómi kominn upp í hana miðja gegnum botninn. Það var einn góðan veðurdag á slætti, að við Ólafur breiddum sæti, og svo fórum við að snúa, unz lokið var. Þótti okkur þá heldur snemmt að taka saman, svo við rökuðum saman einn múga, lögðum okkur í hann og breiddum yfir okkur, svo við sólbrynnum ekki. Svo sofnuðum við. En þegar við vöknuðum aftur, þá var komin hellirigning og Páll mágur að flytja heim sein- ustu ferðina hjá sér, (Hann var sambýlismaður þeirra mæðgina)." —o— Öldruð hjón áttu tal við unglinga um ýmislegt frá fyrri árum sínum. Lét konan þess þá getið, að hún hefði þótt kvenna fríðust í sínu nágrenni - og þó víðar væri leitað, er hún var ung. Segir þá bóndi hennar með mestu hægð: „Hvaða, hvaða, mikið hefurðu mátt breytast kona“. 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.