Goðasteinn - 01.09.1962, Page 59

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 59
A síðari árum þeirra Tjarnahjóna bjuggu í vesturbænum á Tjörnum Samúel Pálsson og Margrét Snorradóttir. Þau hjón bjuggu síðar í Borgareyrum í sömu sveit. - Nágrannakrytur var nokkur milli bæjanna, og einkum samdi húsfreyjunum illa. Einu sinni köstuðu þær saman orðum, Guðrún skapbráð, Margrét meinstríðin og fyndin, en báðar óheimskar. Guðrún lét dæluna ganga um stund og gerði svo málhvíld. Margrét tók þá til máls: „Ósköp er það leiðinlegt, ef hún Hekla ætlar að fara að gjósa“. Guðrún svaraði að bragði: „í flestu ertu jafn huppleg, helv. ódóið þitt, að líkja manni við eldfjöll og höfuðskepnur". —o— Ekkja, sem átti uppkomin börn, brá búi og ætlaði að vera í lausamennsku framvegis. Við búinu tók sonur hennar og kærasta hans, heimasæta úr sömu sveit. Þau höfðu ákveðið að gifta sig síðla sumars að loknum heyönnum. Ekkjan réð sig um sumarið á bæ í sveitinni og hafði á hendi eldhúsverkin. I sláttulokin var brúðkaupið ákveðið á sunnudegi. 1 vikunni áður kom sendi- maður á bæinn, þar sem ekkjan var, til að bjóða henni í brúð- kaupið fyrir hönd hjónaefnanna. - Rennur nú sunnudagurinn upp. Kemur þá að máli við ekkjuna ung vinnukona, sem var á bænum, og býður henni að vera í eldhúsinu, svo hún fari ekki á mis við veizlugleðina. Ekkjan afþakkaði boðið og kvaðst ekki þurfa að fara út að .... hjáleigu til að skæla. Fór hún hvergi. -o- Tvær ungar stúlkur ræddu saman. Svo stóð á, að systir ann- arrar var nýbúin að opinbera trúlofun sína með pilti utan sveitar, „Og þau eru búin að opinbera systir þín og Steini“. „Já, ég held nú það“. „Ég hugsaði, að þau þekktust bara ekki neitt“. „Nóg til þess“. -o- Ungur maður ræddi við kunningja sinn um kvenfólk og komst svo að orði: „Piparmeyjar - þær eru auðþekktar úr, þær æja alveg“. Goðasteinn 57

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.