Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 18
og bjó fyrst með systur sinni, Agnesi. En árið 1907 gekk hann að
eiga frændkonu sína, Margréti Árnadóttur frá Melhól. Áttu þau
bæði föðurætt sína að rekja (í 4. ættlið) til Árna í Botnum
(Eiríkssonar, Bjarnasonar á Geirlandi), sem telja má nær því fyrsta
Botna-bónda eftir Skaftáreld, þótt annar setti sig þar niður um
tveggja ára skeið og væri að þeim loknum þar áfram í skjóli Árna.
Þau Stefán og Margrét áttu 1 son barna, Ingimund Árna, se(m
nú er kennari á Sólhcimum í Grímsnesi, áður alliengi í Bolungar-
vík, fæddur 1907, giftur finnskri konu, Ulricu Aminoff. Eiga þau
þrjú börn.
Bjuggu þau Stefán við lítil efni, en voru veitul að eðlisfari, eins
og verið höfðu foreldrar hans, þótt ærið væri þröngt í búi. -
Agnes systir hans var hjá þeim til æviloka Stefáns og áfram hjá
ekkju hans, meðan hún bjó. Stefán var tryggur í lund og barngóð-
ur. Reyndist hann vel eftir megni tveimur uppeldisdætrum á heim-
ili foreldra hans, sem hann svo tók við og kom áfram. Minnast
þær þess enn með þakklæti og góðhug.
Leiðrétting
f grein um Sigurð Vigfússon á Brúnum í Goðasteini 1970, 2v
hefti, slæddist meinleg missögn, þar se!m sagt er frá fyrstu stjórn
Umf. Drífanda. Þar á að standa: gjaldkeri Hannes Sigurðsson á
Seljalandi. Kort Elíasson, sem nefndur cr, var gjaldkeri félagsins
árið 1908, en ekki hið fyrsta ár, sem félagið starfaði, 1906. Grein-
arhöfundur biður vinsamlegast eigendur Goðasteins-heftisins að
leiðrétta þessa viilu í eintökum sínum.
16
Goðasteinn