Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 16
Eyjólfur Eyjólfsson á Hnausum:
Stefán
Ingimundarson
hreppst)óri á
Rofabæ
Á þessu ári (1971) er aldarafmæli Stefáns hreppstjóra og bónda
á Rofabæ í Meðallandi. Hann fæddist að Oddum (sem nú er
eyðijörð) í sömu sveit 7. júní 1871, og voru foreldrar hans þau
hjónin Ragnhildur Þorsteinsdóttir frá Núpum í Fljótshverfi og
Ingimundur hreppstjóri Eiríksson, ættaður úr þessari byggð, a. m.
k. í næstu ættliði. Þau fluttust frá Oddum að Rofabæ, er Stefán
var barn að aldri. Börn þeirra hjóna, þau er upp komust, voru 3
að tölu, og var Stefán þeirra yngstur, en hin voru Agnes (elzt)
og Þórey. Lézt Stefán fyrir aldur fram, tæplega filmmtugur, árið
1919; en Agnes, sem lifði hin bæði, 1954.
Þau Ingimundur og Ragnhildur hreyfðu sig ekki til búsetu eftir
að til Rofabæjar kom, enda var hann þar fæddur, og þar höfðu
skyldmenni hans áður verið; þar ólust börn þeirra hjóna upp við
venjulegar kringumstæður og fengu þar sinn þroska. Þegar Stefán
var 16 vetra, fór hann, eins og margra manna var háttur, þá og
14
Goðasteinn