Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 62

Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 62
endurtekur sig: skipið sogast út í brimgarðinn, og komast 3 menn á kjöl. Fljótlcga slitna þó 2 þeirra af, en eftir er einn maður. Er það Einar Högnason bóndi á Hvoli (Hvolshól). Hann hefur náð góðri handfestu, er verður að stirðnuðu dauðahaldi. Berst hann með skipinu vestur með Iandi, og þegar skipið er komið á móts við Hvol, er hinn sjóhrakti maður enn á kjöl, og verður hann þekktur af konu sinni og dætrum, er skipið rekur framhjá. Má gera sér í hugarlund hvílík raun þeirra mæðgna hefur verið að horfa á þessi hörmulegu afdrif húsbóndans og geta ekkert aðhafzt til bjargar. Hvarf síðan bæði maður og skip út í kvöldmyrkrið og élja- sorta. Fljótlega mun Einar þó hafa losnað frá skipinu eftir þetta, þar sem hann er einn þeirra fyrstu, er jarðaðir eru af þeim, er drukknuðu þennan dag. AIJ.s björguðust 6 menn af Dyrhóling, mest fyrir hjálp þeirra, er í landi voru, en 10 drukknuðu. Dyrhólingur barst vestur með söndum og fannst síðar rekinn á Önundarstaðafjöru í Landeyjum. Það hefur verið látið að því liggja, að heldur hafi verið fá- mennt í sandi, er Dyrhólingur lenti. Það er alltaf erfitt að segja til um slíkt, því trúlega eru það helzt skipverjar um róðurinn, er lokast inni, er skipinu hvolfir, og hefði vafalaust þurft mikið til að bjarga í slíkum aftökum. Þegar þessi góuþræll fyrir 100 árum er að kveldi kominn, hafa 26 menn gist hina votu gröf í Dyrhólahöfn og héraðið allt meira og minna í sárum. Mennirnir, er fórust, voru þessir: 1. Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Dyrhólum. 2. jón Þorkelsson, bóndi, Litlu-Hólum. 3. Einar Högnason, bóndi, Hvoli. 4. Ólafur Þorkelsson, bóndi, Steig. 5. Guðmundur Þórðarson, bóndi, Brekkum. 6. Jón Jónsson, vinnumaður, Hryggjum. 7. Jónas Hallgrímsson, vinnumaður, Norðurgarði. 8. Sigurður Sigurðsson, bóndi, Skarðshjáleigu. 9. Friðrik Árnason, yngispiltur, Dyrhólum. 10. Bjarni Sigurðsson, fyrirvinna, Hryggjum. 60 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.