Goðasteinn - 01.09.1971, Page 30

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 30
Mjólkurtrog Gróu Arnoddsdóttur. Ljósm. Vigfús L. Friðriksson. cr úr búi Ólafar Gísladóttur í Gröf í Skaftártungu. Innanmál þess við botn er 28,5x17 cm og við barm 37x29 cm. Til samanburðar rná taka Hjörleifstrogið frá Holti, scm er 35x20 cm við botn og 48x39 cm við barm og má teljast fulltrúi fyrir meðaltrog, þó held- ur í stærra lagi. Enginn nefnandi grundvallarmunur cr á smíði gamalla troga að öðru en stærð. Flái hliða og gafla er áþekkur á þeim öllum, og svipuðu máli gegnir um dýpt og hlutföll lengdar og breiddar. Á llestum trogum munu hliðar hafa náð ögn niður fyrir botn, en siit áranna liefur oft eytt þeim mun. Nokkurt vandaverk hefur verið að smíða gott, mathelt trog, en þar hefur líka vaninn skapað listina. Ákveðin snið réðu stærð gafla og hliða og þeim fláum, sem gerðu réttan halla. Botnendar náðu jafnan nokkuð út fyrir neðri brún gafls og hliðar lágu þar frá með bogadreginni eða beinni iínu upp á trogshorn. Æfður trogasmiður þurfti engar fyrirmyndir í smíði, hugsun hans og glöggt auga gerðu starfið að leik. 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.