Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 87
Fæðing Hjörleifs læknis
Hjörleifur læknir var nafnfrægur maður um Suðurland og Aust-
firði á fyrri hluta 19. aldar. Sagnir hafa talið hann ættaðan undan
Eyjafjöllum, en hið rétta mun þó, að hann hafi verið frá Gilsá í
Breiðdal, fæddur um 1760 (Manntal 1816). Guðrún Runólfsdóttir
í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal sagði mér þessa sögu um fæðingu Hjör-
leifs læknis:
Móðir Hjörleifs læknis var í niðurlægingarstandi á Rauðafelli
undir Eyjafjöllum. Húsbændur hennar þóttu rytjufólk. Átti hún
harða og vonda ævi hjá þeim. Hana henti það að verða þunguð
eftir mann, sem flakkaði um sveitir. í engu var henni hlíft, þó
svona stæði á fyrir henni. Var hún komin langt á leið um vor-
tíma. Þá var hún látin vaka yfir túni hverja nótt til óttu. Hún
átti þá að vera búin að reka svo vel frá, að öllu væri óhætt til
fótaferðar. Um miðjan morgun var hún svo vakin til verka.
Margbýli var á Rauðafelli. Á einum bænum þar bjuggu orðlögð
sómahjón. Hjá þeim var vinnupiltur, Jón að nafni, grannvitur og
ógætinn. Þeim hafði horfið úr heimahögum óborin, svört ær. Var
haldið spurnum fyrir um hana hjá nágrönnum.
Nú var það einn morgun, að pilturinn var vakinn eldsnemma
til að reka saman hross, sem flytja átti á torf þá um daginn. Hélt
pilturinn af stað suður á láglendið, þar sem von var hrossanna.
Lækur rann milli grasbakka suðvestur frá bænum á Rauðafelli,
ekki breiðari en svo, að víðast var hægt að stökkva yfir hann.
Goðasteinn
85