Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 32

Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 32
þvert ofan á hné sér. Með hægri hönd tók hún rjómann frá hægra trogshorni, fjær sér, setti handarjaðarinn þar fyrir um leið og hún hallaði troginu þar aðeins niður. Nú rann undanrennan greitt niður í skjóluna, undan rjómanum. Þar kom, að undanrenn- an var öll á brottu og lá þá næst fyrir að láta rjómann renna sömu leið, ofan í rjómaskjóluna. Eftir í troginu var þá rjómabaugurinn í bör(mum trogsins. Hann var strokinn saman með sleikifingri hægri handar og síðan rennt saman við rjómann í skjólunni. í þann tíð þótti gott að fá rjómagafl saman við skyrspón, og sums staðar mun það hafa verið skylduréttur smalans fyrir góða geymslu búsmalans. Mjólkurtrog þurftu nákvæma og góða hirðingu vegna súrhættu. Búvcrkavatnið var hitað í trogin, sem áður voru skoluð. Fyrstu skolun þeirra var haldið saman. Nefndist vatnið ljósavatn eða búr- vatn, og var því venjulega haldið til haga í kálfsdallinn. Að því lýtur orðtakið: Betra er búrvatn en annað vatn. Síðasti þvottur mjólkurtroganna fór fram við lækinn eða vatns- bólið úti. Við verkið var notuð melþvaga eða hrosshársþvaga. Melþvagan var snúin saman í hentugan vöndul og meltág vafið itm miðju hans. Hrosshársþvögur voru prjónaðar. Að þvotti loknum var enn brugðið krossi yfir trogin, og síðan voru þau sett á móti sólu nokkra stund ef kostur var á. Um sólar- lausa daga þurfti oft að grípa til þess að baka trogin yfir hreinni glóð í hlóðum, jafnvel svo vel, að þau gegnhitnuðu. Stundum var bakað með sjóðandi vatni, er sett var í helming troga að tölu en hinum hvolft yfir. Að vörmu spori skipt um og vatninu hellt í efri trogin. Þetta var vörn gegn erkióvini skyrgerðar, súrnum. Þar gættu sunnlenzku konunar vel þrifa ekki síður en þær norðlenzku og fengu að jafnaði gott skyr, þótt sr. Jónas frá Hrafnagili hefji það ekki til skýjanna. Mjólkurbyttur, sem einnig nefndust byður eða balar, komu víða í stað troga undir lok 19. aldar. Hagræðið þótti þar mikið að þurfa aðeins að losa um byttutappann er rennt var, fyrra verkið oft í senn kaldsamt og crfitt. Benedikt Magnússon bóndi á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum smíðaði heimili sínu mjólkurbyttur laust eftir 1870, kvaðst hafa vorkennt svo Elínu konu sinni að renna trog- unum um kalda vetrardaga. 30 Goðastemn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.