Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 32
þvert ofan á hné sér. Með hægri hönd tók hún rjómann frá
hægra trogshorni, fjær sér, setti handarjaðarinn þar fyrir um leið
og hún hallaði troginu þar aðeins niður. Nú rann undanrennan
greitt niður í skjóluna, undan rjómanum. Þar kom, að undanrenn-
an var öll á brottu og lá þá næst fyrir að láta rjómann renna sömu
leið, ofan í rjómaskjóluna. Eftir í troginu var þá rjómabaugurinn
í bör(mum trogsins. Hann var strokinn saman með sleikifingri hægri
handar og síðan rennt saman við rjómann í skjólunni. í þann tíð
þótti gott að fá rjómagafl saman við skyrspón, og sums staðar mun
það hafa verið skylduréttur smalans fyrir góða geymslu búsmalans.
Mjólkurtrog þurftu nákvæma og góða hirðingu vegna súrhættu.
Búvcrkavatnið var hitað í trogin, sem áður voru skoluð. Fyrstu
skolun þeirra var haldið saman. Nefndist vatnið ljósavatn eða búr-
vatn, og var því venjulega haldið til haga í kálfsdallinn. Að því
lýtur orðtakið: Betra er búrvatn en annað vatn.
Síðasti þvottur mjólkurtroganna fór fram við lækinn eða vatns-
bólið úti. Við verkið var notuð melþvaga eða hrosshársþvaga.
Melþvagan var snúin saman í hentugan vöndul og meltág vafið
itm miðju hans. Hrosshársþvögur voru prjónaðar.
Að þvotti loknum var enn brugðið krossi yfir trogin, og síðan
voru þau sett á móti sólu nokkra stund ef kostur var á. Um sólar-
lausa daga þurfti oft að grípa til þess að baka trogin yfir hreinni
glóð í hlóðum, jafnvel svo vel, að þau gegnhitnuðu. Stundum var
bakað með sjóðandi vatni, er sett var í helming troga að tölu en
hinum hvolft yfir. Að vörmu spori skipt um og vatninu hellt í
efri trogin. Þetta var vörn gegn erkióvini skyrgerðar, súrnum. Þar
gættu sunnlenzku konunar vel þrifa ekki síður en þær norðlenzku
og fengu að jafnaði gott skyr, þótt sr. Jónas frá Hrafnagili hefji
það ekki til skýjanna.
Mjólkurbyttur, sem einnig nefndust byður eða balar, komu víða
í stað troga undir lok 19. aldar. Hagræðið þótti þar mikið að þurfa
aðeins að losa um byttutappann er rennt var, fyrra verkið oft í
senn kaldsamt og crfitt. Benedikt Magnússon bóndi á Efstu-Grund
undir Eyjafjöllum smíðaði heimili sínu mjólkurbyttur laust eftir
1870, kvaðst hafa vorkennt svo Elínu konu sinni að renna trog-
unum um kalda vetrardaga.
30
Goðastemn