Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 36
Harmur bjó í húsum,
hvar af vilja fúsum
vötnuðu vinir 'músum,
viðkvæmir í geði,
hart þá hrífa réði
:/: vina skarð, skarð, skarð :/:
vina skarð, scm skeði og varð
og skilin ást frá beði.
Nú hefur Guð með gleði
grætt hvað særa réði
og bent til beggja geði
brúðar ganga í rekkju,
ekkjumanni og ekkju,
:/: ástarbönd, bönd, bönd :/:
ástarbönd með hug og hönd
hjarta binda þekku.
Öllum fögnuð eykur
ástar fagur leikur,
vökvast vara kveikur,
vottar sína gleði
hvör með hýru geði,
:/: allt er gleymt, gleymt, gleymt :/
allt er gleymt, sem væri dreymt,
við þau fyrr, sem skeði.
Og vér allir saman,
er það hljótum gajman,
vænan veizlu framann
í vina hóp að prýða,
látum skör að skríða,
:/: hjóna skál, skál, skál :/:
hjóna skál að hýrga sál
hellum á dáfríða.