Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 58
Vaðborinn maður var þegar til taks, og með atfylgi þeirra, er
til náðu, tókst að bjarga öllum mönnum nema tveimur, er ekkert
sást til.
Voru báðir kvæntir bændur úr Meðallandi, Jón Jónsson frá
Söndum, kenndur við Langholt og Jón Jónsson frá Fjósakoti.
Skip þeirra Hjalta og Finnboga voru bæði áttræðingarnir Far-
sæll og Svanur, og voru bæði lengi notuð í Reynishöfn eftir þetta,
einkum Svanur. Skip Jóns var minnst og hét Þórir, var það sex-
róið. Heldur þótti Jón kaldlyndur, er hann kom úr hrakningunum
við Dyrhólaey. Er sagt, að er hann gengi frá sjó þennan dag, mætti
hann rnanni, er spurði frétta. „Ég segi lítið“ mæli Jón, „nema
Þórir brotinn, Jón á Söndum dauður og Jón Skötulangur“ og gekk
leiðar sinnar.
Er þá næst að minnast hins örlagaríka dags, er var góuþrællinn
sama ár og bar upp á 20. marz. Þá er almennt róið í Mýrdal. Við
Dyrhólaey ganga 4 skip, og leggja þau öll til róðurs að morgni í
sæmilegum sjó og ágætu veðri.
Skipin eru þessi, og formenn þeirra: Lukkusæll, formaður Jón
Árnason, bóndi Garðakoti, síðar kenndur við Eyjarhóla, íslend-
ingur, formaður Stígur Jónsson, bóndi Brekkum, Sumarliði, for-
maður Sigurður Sigurðsson, bóndi Skarðshjáleigu og Dyrhólingur,
formaður Jón Jónsson, bóndi Hrauninu.
Halda skipin öll til suðvesturs frá Dyrhólaey og munu hafa sótt
á mið, er nefnt var: „Fellið á mitt sund“. Bar þá Búrfell mitt á
milli Geitafjalls og Vestur-Gerða að sjá. Var þetta bæði djúpt og
guunnt, þar sem djúpmið var ekkert. Gat því verið drjúgur róður
milli skipa, þó þau væru á sama miði. Þótti þetta mið fiskisælt og
var mikið sótt áður fyrr.
Ekki höfðu þeir lengi setið, er sjó tók að brima mikið, og veitti
Jón Árnason á Lukkusæl því fyrstur eftirtekt. Var hann glöggur á
sjó og talinn góður formaður. Lætur hann nú hanka upp í snatrij
og skipar að róa til lands. Renna þeir við hjá skipverjum á íslend-
ing, sem var næstur í leiðinni, og láta þá vita, hvað væri að ske.
Höfðu þeir ekkert hugað að slíku, svo snarlega er sjór hafði
breytzt, og hefur eflaust borið minna á versnandi sjólagi úti, þar
sem kominn var þunga vesturstraumur, er hefur haldið öldu niðri.
56
Goðasteinn