Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 88
Átti hann upptök sín austur með brekkum á Rauðafelli og hét
þá Bæjará, en Mjósyndi nefndist hann, þegar fjær dró bænum.
Jón lagði leið sína niður með Mjósyndi.
Nú er það frá stúlkunni að segja, að þessa sömu nótt kennir
hún sóttar. Var hún þá stödd niður með Mjósyndi. Hún lagðist
niður, þar sem hún var komin, og eftir stutta stund ól hún svein-
barn. Skildi hún á milli og vafði barnungann síðan innan í svuntu-
bleðil sinn. Stóð hún síðan upp og vissi naumast, hvað hún átti
af sér að gera eða barninu. 1 þessu ráðaleysi var hún, er Jón kom
labbandi fram með læknum. Sá hann, að hún var að ráfa þar,
bogin og vesaldarleg og bar einhvern böggul í fangi sér. Brátt
bar þau saman og voru þá sitt hvorum megin við lækinn. Jón
kastaði orðum til stúlkunnar og spurði, hvað hún væri að gera.
Hún svaraði með afgæðingi og sagði, að honum kæmi það lítið
við. Jón spurði þá, hvort hún hefði ekki orðið vör við svörtu ána,
sem húsbónda hennar vantaði. Hún kvað svo ekki vera. Jón sagði
þá: „Þú ert vís til að hafa séð hana, þó þú segir ekki frá því.“
Stúlkan gaf því engan gaum, en bað hann að snáfa burtu, því
hún ætlaði þarna yfir lækinn.
Ekki sinnti Jón því en spurði stúlkuna, hvað hún væri með í
svuntunni. Hún kvað hann það engu varða. í sama bili heyrðist
eitthvert krimt úr bögglinum. Espaðist Jón þá og sagði: ,,Þú ert
þó varla með lambið hennar Svartar? Þú ert aldrei nema vís til
að ætla að stela því“. I töluðum orðum stökk hann yfir lækinn
og þreif böggulinn af stúlkunni, en hún hneig hljóðandi niður. Jón
hélt til bæjar með barnið og stúlkan á eftir með veikum burðum.
Jón færði húsmóður sinni barnið. Tók hún því tveimur hönd-
um og skaut líka skjólshúsi yfir móður þess. Atburður þessi kom
fyrir yfirvöldin, því getum var leitt að því að hún hefði ætlað að
farga barninu í læknum. Konan, sem tók á móti þeim mæðginum,
og maður hennar, báðu stúlkunni vægðar og sýndu fram á, hvernig
að henni hefði verið búið. Sögðu þau, að hún hefði ekki átt að
svo góðu að hverfa heima, að aldrei væri nema von til þess, að
svo færi, að hún ætti barnið úti á víðavangi. Þessi góðu hjón fengu
því áorkað, að sakamál féll niður. Barnið var Hjörleifur, sem síð-
ar fór víða um sveitir með lækningar. Veittu hjónin, sem skutu
86
Goðasteinn