Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 60
Dyrhólahöfn. Þegar þangað kemur, er sjór nær ólendandi. Koma
þeir fyrstir á iegu á Lukkusæl. Þykir Jóni formanni þá sem sjór
sé nær óhrcppandi og dokar við. Hjá honum var bitamaður
Kristján Þorsteinsson bóndi á Norður-Hvoli. Segir hann við for-
mann, að þeir skuli nota þetta lag sem sé að koma. „Ekki finnst
mér það nú gott“, svarar Jón, ,,en mér hafa hins vegar aldrei
brugðizt ráðin þín“ og skipar um leið að róa í land. Gekk þeim
vel og fengu hrakningalausa lendingu og skilaði hátt upp.
Þess skal getið fyrir þá, sem ekki þekkja til um störf manna á
áraskipi við brimlendingu, að bitamaður gat eins verið stjóramað-
ur, og svo var við þessa iendingu. Stjóramaður var sá, er hélt í
hlaupastjóra, er aflinn var festur á, ef seila þurfti út fiskinn. Hafði
hann þá oft meira vald á skipinu en nokkurn tíma formaður. Ef
hann hafði vit á sjó og beitti því, gat hann bæði skammtað gang
og haldið skipinu réttu.
Þegar Lukkusælsmenn bjuggust til lendingar, kom Sumarliði á
djúplegu. Var hann áttæringur eins og bæði hin skipin, er lent
voru, og fylgjast þeir nú vel með iandtökum hinna, en skömmu
cftir að hásetar Lukkusæls leggjast á árar, rísa það miklir sjóir að
byrgir milli skipa, og er svo haft eftir einum háseta á Sumarliða, að
það næsta, er þeir sáu til Lukkusæls, var á árarblöðin, er þeir lögðu
upp þegar skipið tók niðri uppi í fjöru.
Er nú ekkert, sem aftrar þeim á Sumariiða að freista lendingar,
þó brimið sé mikið, þar sem tvö skip eru lent heilu og höldnu og
napgur mannskapur í landi til móttöku. Kallar Sigurður formaður
fljótlega fyrir landróður, og ná þeir á réttum kiii í sand. Banda-
menn, er voru þeir Sigurður Loftsson bóndi á Rauðhálsi, snar-
menni mikið, og Lafrans Jónsson bóndi Skammadal, einnig viður-
kenndur léttleikamaður, komast strax upp með böndin, en er þeir
losnuðu við skipið og formaður hefur tekið af stýrissveifina, kem-
ur sveipur að austan á fjörunni,í sem greip skipið og fór með það
út í lykkju, svo sjóirnir hvolfdu sér yfir það og sópuðu úr því öllu,
sem laust var, ásamt mönnum, nema 4, er héldu sér aftur í því.
Fremsti utanundirmaður, cr var Runólfur Runólfsson frá Nýja-
bæ í Meðallandi, sá að hverju fór og hugðist freista þess að kom-
ast upp á milli soga en lenti fyrir flatri ári í útsogi, er skellti hon-
58
Goðasteinn