Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 60

Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 60
Dyrhólahöfn. Þegar þangað kemur, er sjór nær ólendandi. Koma þeir fyrstir á iegu á Lukkusæl. Þykir Jóni formanni þá sem sjór sé nær óhrcppandi og dokar við. Hjá honum var bitamaður Kristján Þorsteinsson bóndi á Norður-Hvoli. Segir hann við for- mann, að þeir skuli nota þetta lag sem sé að koma. „Ekki finnst mér það nú gott“, svarar Jón, ,,en mér hafa hins vegar aldrei brugðizt ráðin þín“ og skipar um leið að róa í land. Gekk þeim vel og fengu hrakningalausa lendingu og skilaði hátt upp. Þess skal getið fyrir þá, sem ekki þekkja til um störf manna á áraskipi við brimlendingu, að bitamaður gat eins verið stjóramað- ur, og svo var við þessa iendingu. Stjóramaður var sá, er hélt í hlaupastjóra, er aflinn var festur á, ef seila þurfti út fiskinn. Hafði hann þá oft meira vald á skipinu en nokkurn tíma formaður. Ef hann hafði vit á sjó og beitti því, gat hann bæði skammtað gang og haldið skipinu réttu. Þegar Lukkusælsmenn bjuggust til lendingar, kom Sumarliði á djúplegu. Var hann áttæringur eins og bæði hin skipin, er lent voru, og fylgjast þeir nú vel með iandtökum hinna, en skömmu cftir að hásetar Lukkusæls leggjast á árar, rísa það miklir sjóir að byrgir milli skipa, og er svo haft eftir einum háseta á Sumarliða, að það næsta, er þeir sáu til Lukkusæls, var á árarblöðin, er þeir lögðu upp þegar skipið tók niðri uppi í fjöru. Er nú ekkert, sem aftrar þeim á Sumariiða að freista lendingar, þó brimið sé mikið, þar sem tvö skip eru lent heilu og höldnu og napgur mannskapur í landi til móttöku. Kallar Sigurður formaður fljótlega fyrir landróður, og ná þeir á réttum kiii í sand. Banda- menn, er voru þeir Sigurður Loftsson bóndi á Rauðhálsi, snar- menni mikið, og Lafrans Jónsson bóndi Skammadal, einnig viður- kenndur léttleikamaður, komast strax upp með böndin, en er þeir losnuðu við skipið og formaður hefur tekið af stýrissveifina, kem- ur sveipur að austan á fjörunni,í sem greip skipið og fór með það út í lykkju, svo sjóirnir hvolfdu sér yfir það og sópuðu úr því öllu, sem laust var, ásamt mönnum, nema 4, er héldu sér aftur í því. Fremsti utanundirmaður, cr var Runólfur Runólfsson frá Nýja- bæ í Meðallandi, sá að hverju fór og hugðist freista þess að kom- ast upp á milli soga en lenti fyrir flatri ári í útsogi, er skellti hon- 58 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.