Goðasteinn - 01.06.1983, Page 5
Pórður Tómasson:
Skyggnst um bekki
í byggðasafni XXXI
Örlög skrifaðra bóka og blaða
Fram að þessu hef ég skrifað lítt um handrit og bækur
og væri þó síst úr vegi, því allt frá æskualdri hef ég varð-
veitt með einhverjum hætti svo að segja hvert skrifað
pappírssnifsi sem á götu minni hefur orðið. Byggðasafn
án bóka og handrita gefur takmarkaða hugmynd um
menningu þeirra byggða, sem það er fulltrúi fyrir.
Hér mun ekki gerð nein grein fyrir heildarsafneign
byggðasafnsins í Skógum á þessu sviði, aðeins tekinn til
meðferðar þáttur tengdur bókiðju einnar ættar. í bók
minni: „Austan blakar laufið", sem hafði að undirtitli:
„Ættarsaga undan Eyjafjöllum", gerði ég nokkra grein
fyrir Sighvati Einarssyni í Skálakoti (1760—1846) og syni
hans Einari bónda og hreppstjóra á Ysta-Skála (1792—
1878). Vandi er að gera upp á milli manna en ekki fer á
milli mála að Skálakot undir Eyjafjöllum var á tíma-
bilinu 1780—1840 merkasti miðlari gamallar, íslenskrar
þjóðmenningar á sviði bóka í austanverðu Rangárþingi,
hliðstætt við Skarfanes í Landsveit á sama tíma, þar sem
Þorsteinn Halldórsson sat stundum í ljósaskiptum á úti-
dyraþröskuldi með griflur á höndum við að afrita gaml-
ar bækur. Stærsti hlutinn af afrakstri þessarar iðju er
horfinn, rök hús, handfjötlun og hirðuleysi manna hafa
eytt margri góðri, gamalli bók.
Goðasteinn
3