Goðasteinn - 01.06.1983, Page 7
Sveinn var ekki síður lestrarfús, en þegar hann var
búinn að leggja bókina frá sér, var líkt og honum væri
sama hvað um hana yrði. Glaður er ég yfir því núna að
hafa getað bjargað nokkrum dagbókum Sveins til þessa
dags og mestum hluta af handritinu sem hann skrifaði
á sögu af Vilhjálmi sjóð með köldum fingrum í sjóbúð
úti í Vestmannaeyjum árið 1882. Annað eintak sömu sögu
skrifaði hann þá handa vini sínum Þórði Brynjólfssyni
á Bakka í Landeyjum.
Innan fermingar handlék ég innantóm bókarspjöld úr
fórum Sveins Tómassonar. Á annað þeirra var skrifað
brot af bréfi frá dönskum embættismanni við Faxaflóa
frá árinu 1743. I3að glataðist mér í láni. Þar var einnig
smámiði klipptur úr bók með þessari áletrun: „Við þetta
merki #, bls. 240, endar sá hlutr bólcar þessarar sem
Olafr hvítaskálld hefur ritað. Ef. St.". Ekki myndi þetta
svo að skilja að ritari á 18. öld hefði verið að afrita hand-
rit Olafs hvítaskálds án milliliða. Merkið á blaðinu var
býsna áþekkt búmarki Ysta-Skálamanna undir Eyjafjöll-
um. Miðann geymi ég enn sem tengilið við æsku mína og
við fólk sem átti sér fortíð, minningar og sögu. Bókar-
spjöldin voru komin úr bókasafni Einars Sighvatssonar á
Skála.
Skálakotsfeðgar
Ekki man ég fyrr eftir mér en ég heyrði Svein og Laugu
öðru hverju minnast á langafa sinn, Sighvat í Skálakoti.
Með þetta voru mér hæg heimatökin, enda var Sighvatur
ekki búinn að liggja nema 75 ár í gröf sinni í Holtskirkju-
garði, þegar ævi mín byrjaði. Hann var mér ámóta stað-
reynd og nágrannafólkið í Holtshverfi. Notaleg hlýja var
í formannavísunum sem Jón Torfabróðir hafði ort um
Sighvat rétt eftir 1820:
Goðasteinn
5