Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 8
Svinnu halinn, Sighvat minn,
seggir hjal um glæða.
Laxadala drómundinn
dró á malir flæða.
Veit ég sóma verðugan
valinn skjóma kundinn,
hygginn, fróman, ferðugan,
friðarins dróma bundinn.
Við tvennt heyrði ég Sighvat einkum kenndan, forn-
eskju og afritun gamalla bóka. Aldrei sá ég sögur af Sig-
urgarði frækna, Dínusi drambláta og Nitidá hinni frægu,
sem Þuríður í Vallatúni móðir Laugu og Sveins hafði
borið úr býtum úr bókasafni föður síns á Skála. Þær
voru skráðar á bláan pappír og urðu snemma erfiðar
aflestrar. Ævi þeirra endaði í hlóðavikinu.
Vinkona mín, Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Gíslakoti
undir Eyjafjöllum, talaði oftar en einu sinni í mín eyru
um handritastæðu í bókaskáp föður síns og mátaði til
þykktina sem svara myndi tveimur þverhöndum. Hún
braut í blað með það hve kóngsbændadagsbæn þar skrif-
uð af Sighvati í Skálakoti hefði verið fögur álitum. Öllu
þessu stakk Helga Nikulásdóttir stjúpa Sveinbjargar í
ginið á gamla rauð að Sveini í Gíslakoti önduðum.
Móðir mín Kristín Magnúsdóttir mundi vel bæna-
og sálmakver skrifað af Sighvati í Skálakoti. Hún hand-
lélc það margsinnis á uppvaxtarárum sínum hjá fóstra
sínum, Jóni Einarssyni á Ysta-Skála. Einnig það var eytt
af tímans tönn. Margir mundu að segja frá því er Jón
Einarsson bar Njáluhandrit Sighvats afa síns út í þing-
húsið á Skála, sýslumaðurinn Einar Benediktsson hafði
lýst því fyrir bændunum að hann vildi kaupa gömul
handrit og gamlar bækur, og þá var víða naumt um pen-
inga. Tíu krónur voru reiddar fram fyrir bókina.
Forneskjan! Hvað var um hana? Pað er með hálfum
6
Goðasteinn