Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 11
skráð árið 1829 eftir handriti Sighvats Einarssonar í
Skálakoti frá 1824. Skúli seldi mér handritið fyrir hóf-
legt verð og ég þóttist hafa himinn höndum tekið.
Séra Jón Austmann varð prestur á Ofanleiti 1827. Vin-
gjarnlegt sendibréf hans til Einars Sighvatssonar frá um
1820, í fórum mínum, sýnir að milli þeirra hafa verið góð
kynni. Líklega hafa engin handrit Tyrkjaránssagna verið
til í Vestmannaeyjum, er séra Jón Austmann tók þar
heima 1827. Samband Eyfellinga og Vestmannaeyinga
var mikið á þeim tíma og séra Jón hefur brátt frétt af
Tyrkjaránshandriti Sighvats í Skálakoti. Greiðlega hefur
svo gengið að fá það lánað út um sundið.
Skrifarar Rangárþings á þessum tíma hafa einnig verið
á höttunum eftir bókum til afskrifta og árið 1837 virðist
Sighvatur í Skálakoti hafa lánað Nikulási Jónssyni í
Galtarholti á Rangárvöllum Tyrkjaránshandrit sitt. Af-
skrift Nikulásar er nú handritið Lbs. 1209, 8vo, nefnd
Galtarholtskver.
Árið 1850 fer handrit séra Jóns Austmanns í ferð sína
austur að Hellum í Mýrdal, og litlu síðar lánar séra Jón
það Sveinbirni Egilssyni rektor suður til Reykjavíkur.
Par varð það innlyksa í dánarbúi Sveinbjarnar 1852.
Þaðan var leið þess greið í einkasafn Jóns Árnasonar og
með því síðar inn á Landsbókasafn, þar sem allir eiga
þess kost að kanna það undir safnnúmerinu Lbs. 371, 8vo.
En hvað hafði þá orðið af forriti séra Jóns og Niku-
lásar í Galtarholti, handriti Sighvats í Skálakoti? Var
nokkur von til þess að það hefði bjargast fram á þennan
dag úr því þess sá hvergi stað í bókasöfnum?
Á miðju sumri 1981 færði Guðrún Jónsdóttir frá Selja-
völlum undir Eyjafjöllum, vistkona á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, mér bókaböggul frá góðvini byggðasafsins í Skóg-
um, Jóni Vigfússyni frá Önundarholti í Flóa, Eyfellingi
í báðar ættir. Hann og systur hans, Guðbjörg og Guð-
finna, höfðu áður sent safninu góðar gjafir. Faðir þeirra,
Vigfús Einarsson frá Bjólu í Holtum, var sonarsonur
Goðasteinn
9