Goðasteinn - 01.06.1983, Page 14
með rithönd Sighvats: Almanak 1831. Handritið hefur að
líkindum verið bundið inn það ár.
Ymislegt hefur verið skrifað á blöð þessa sóknar-
mannatals í niðurlægingu þess. ?ar gat ég tvívegis lesið
gamla, alþekkta skrifaravísu:
Pessi penni þóknast mér,
því hann er úr hrafni.
Hann hefur skorað geiragrér
Gunnlaugur að nafni.
Þar var og önnur vísa áþekk:
Penninn skorinn illa er,
allur loðinn framan.
Mun ég bjóða þennan þér,
þar af verður gaman.
Petta er, að ég held, skrifað með fljótaskriftarhönd Sig-
hvats í Skálakoti á yngri árum hans.
Sálnaregistrið er frá tíð séra Þorláks Sigurðssonar á
Bakka (Prestsbakka) á Síðu, en hann var prestur þar frá
1753—1778. Fjölskylda prests er skráð á einn blaðbútinn.
Ófædd var þá dóttir hans Þóra sem síðar bjó á Ásólfs-
skála næsta bæ við Sighvat í Skálakoti, en telja verður
að hún hafi haft með sér út undir Fjöll sálnaregistur
föður síns og það borist frá Ásólfsskála að Skálakoti.
Greinilegt er að bókin hefur verið orðin skemmd af raka
er hún var tekin sundur til bókbands.
Innan í kápu Tyrkjaránssögu var einnig að finna skinn
úr kápu annarrar og miklu eldri bókar, prýtt þrykktu
skrautverki, fangamarki og ártali, I. A. S. 1547 að því er
best varð lesið. Þetta er greinilega frá bókbandsverk-
stæði, flúrað, fagmannlegt. Rannsókn bókbands á íslensk-
um bókum er svotil engin og læt ég í svipinn frekari
þanka um þetta niður falla.
12
Goðasteinn